Gagnrýna vinnubrögð Heilbrigðiseftirlits Suðurlands

28.Nóvember'19 | 16:19
baldursh_0918

Ljósmynd/TMS

Eigendur Joy – Eyjagleði ehf. sendu nú síðdegis frá sér tilkynningu vegna fréttar sem birtist á vef Morgunblaðsins í gærmorgun undir fyrirsögninni "Hóta að loka ísbúð í Eyjum". 

Í tilkynningunni sem birt var á facebook-síðu fyrirtækisins eru vinnubrögð Heilbrigðiseftirlits Suðurlands gagnrýnd og segir í tilkynningunni að fyrirtæki og einstaklingar sem þarna liggi að baki séu teknir af lífi opinberlega á mjög villandi hátt og það áður en að frestur til úrbóta er liðinn. Eigendurnir segja þetta mjög alvarlegt og koma þeir til með að fá skýringar á því.

Yfirlýsing eigenda Joy í heild sinni:

Kæru viðskiptavinir

Sl. mánudag 25. nóvember ákváðum við eigendur að loka JOY í óákveðinn tíma og vonuðumst við eftir að mæta aftur til leiks þegar daginn fer að lengja. Þekkt er að veitingarekstur er snúinn í Vestmannaeyjum yfir vetrartímann og hefur það einnig átt við okkar rekstur síðustu ár. Við þykjumst vita í gegnum tíðina að ykkur, viðskiptavinum okkar, þyki gott að koma til okkar og að þið upplifið það að mikið er lagt upp úr því að hafa hlutina í lagi. Við höfum fengið hrós frá ykkur sem okkur þykir virkilega vænt um.

Okkur langar líka að segja nokkur orð vegna fréttar á mbl.is í gær, miðvikudaginn 27. nóvember, um hótanir Heilbrigðiseftirlits Suðurlands í okkar garð. Við höfðum vissulega fengið ítrekaðar athugasemdir en getum fullvissað ykkur um að þær athugasemdir snúa ekki að þeim vörum sem seldar eru eða hreinlæti tengdri framleiðslu á matvælum. Athugasemdirnar snúa helst að gólfefni í sal, málningu á hillum og veggjum á þurrlager og að daglegri skráningu á þrifum og hitastigi í kælum hafi verið ábótavant. Stefnan var vissulega að taka tillit til athugasemda eftirlitsaðila á meðan lokun væri.

Okkur finnst líka umhugunarvert að opinber eftirlitsaðili, sem Heilbrigðiseftirlit Suðurlands er, geti sent frá sér gögn til þriðja aðila áður en tímafrestur eiganda er liðinn til að koma með svör um úrbætur. Til upplýsinga þá höfðum við frest út miðvikudaginn 27. nóvember til að svara athugasemdum eftirlitsins. Umrædd frétt á mbl.is byggð á gögnum frá Heilbrigðiseftirlitinu birtist hins vegar á mbl.is kl. 05.30 þann 27. nóvember.

Að fyrirtæki og einstaklingar sem þar liggja að baki séu teknir af lífi opinberlega á mjög villandi hátt og það áður en að frestur til úrbóta er liðinn, er mjög alvarlegt og til þess fallið að við sem eigendur komum til með að fá skýringar á því.

Að endingu viljum við þakka ykkur fyrir ánægjuleg viðskipti.

 

Erna Dögg og Hörður Orri

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.