Margrét Lára leggur skóna á hilluna

26.Nóvember'19 | 14:25

Margrét Lára Viðarsdóttir í leik með landsliðinu.

Markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir nítján ára feril. Margrét Lára er fædd í júlí 1986, uppalin hjá ÍBV. Hún var valin íþróttamaður Vestmannaeyja árið 2004.

Frá þessu er greint í tilkynningu frá Val. Margrét Lára kveður því sem Íslandsmeistari eftir að hafa lyft meistaratitlinum í fjórða sinn í haust.

Eyjamærin steig fyrstu skref sín í knattspyrnu með ÍBV á fjórtánda aldursári og lék með Eyjaliðinu í fimm ár. Hún yfirgaf ÍBV eftir 40 leiki þar sem hún skoraði 48 mörk og samdi við Val.

Margrét Lára varð tvisvar Íslandsmeistari með Val áður en hún hélt út í atvinnumennsku í fyrsta sinn til Þýskalands en sneri aftur og varð aftur Íslandsmeistari með Val.

Hún var valin íþróttamaður ársins árið 2007 í kjöri íþróttafréttamanna og var markahæsti leikmaður Evrópukeppninnar með Valsliðinu.

Á atvinnumannaferlinum lék Margrét Lára lengst af í Svíþjóð þar sem hún lék með Kristianstads og Linköpings en hún átti einnig eftir að leika með Turbine Potsdam sem var þá eitt sterkasta félagslið Evrópu eftir að hafa átt erfitt uppdráttar í Þýskalandi vegna meiðsla.

Margrét Lára lék 124 landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði í þeim 79 mörk og er því lang markahæst í sögu kvennalandsliðsins. Þá var hún í leikmannahóp Íslands sem fór í fyrsta sinn á stórmót árið 2009 og aftur í hópi Íslands sem fór á EM 2013.

Margrét Lára segir að ákvörðunin um að leggja skóna á hilluna hafi verið langt frá því auðveld. „Ferillinn hefur verið draumi líkastur og ef einhver hefði sagt mér að ég hefði átt eftir að vinna alla þessa titla með liðum mínum og sem einstaklingur þá hefði ég aldrei trúað því. Titlarnir eru eitt en allt það frábæra fólk sem ég hef kynnst í fótboltanum er það sem stendur upp úr. Ég er óendanlega þakklát fyrir allt, en kveð með trega og mjög sátt.“

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).