Umhverfis- og skipulagsráð:

Endurskoða deiliskipulagstillögu á athafnasvæði við Græðisbraut

- minnihlutinn leggst gegn endurskoðun á deiliskipulaginu

26.Nóvember'19 | 09:21
IMG_5851

Græðisbraut er hægra megin á myndinni. Ljósmynd/TMS

Deiliskipulag á athafnasvæði AT-1 við Græðisbraut var aftur tekið á dagskrá umhverfis- og skipulagsráðs á fundi ráðsins í gær.

Á síðasta fundi óskaði umhverfis- og skipulagsráð eftir greinargerð skipulagsfulltrúa og skipulagsráðgjafa Alta sem lögð var fram á fundinum í gær. 

Í niðurstöðu ráðsins leggur ráðið til að endurskoða deiliskipulagstillöguna og var það samþykkt með 3 atkvæðum H- og E-lista gegn 2 atkvæðum D-lista.

Felur í sér mun meira byggingarmagn á svæðinu

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bókuðu um málið. Í bókuninni segir að ljósi þeirra athugasemda sem komu fram við áður auglýsta tillögu telja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sérkennilegt að nú taki meirihluti ráðsins ákvörðun um að afturkalla þá tillögu sem lá fyrir og hefja vinnu við nýja tillögu sem mun fela í sér mun meira byggingarmagn á svæðinu en þegar var auglýst og mun vera mun umdeildari en fyrri tillaga.

Ljóst er að mati undirritaðra að þær óskir sem fram hafa komið falla ekki að umhverfinu og nálægum byggingum í kring. Undirrituð hefðu talið farsælast að áfram yrði unnið í þá átt sem fyrri tillaga gerði ráð fyrir. Þá telja undirrituð að uppbygginga á húsi af þeirri stærðargráðu sem um ræðir falli betur á nýju iðnaðarsvæði við flugvöllinn.

Mikilvægt að Vestmannaeyjabær standi ekki í vegi fyrir eða hindri að fyrirtæki í Vestmannaeyjum geti stækkað

Fulltrúar E- og H-lista bókuðu í kjölfarið. Þar segir að meirihluti E- og H- lista vilji bregðast við óskum lóðarhafa enda um að ræða stækkun á byggingareit innan lóðarmarka lóðarhafa. Einnig telur meirihluti E- og H- lista mikilvægt að Vestmannaeyjabær standi ekki í vegi fyrir eða hindri að fyrirtæki í Vestmannaeyjum geti stækkað og útvíkkað sína atvinnustarfsemi.

Meirihluti E- og H- lista telur mikilvægt að vandað sé til málsmeðferðar og farið sé eftir lögum.

Fagna því að meirihlutinn fari að lögum

Að endingu bókaði minnihlutinn þar sem segir að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagni því að meirihlutinn ætli að fara eftir lögum í málinu.

 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).