Tæplega 200 manns mættu á tónleika og til messu

25.Nóvember'19 | 11:39
unnamed (6)

Ljósmyndir/aðsendar

Það var húsfyllir í Landakirkju í gær þar sem lokatónn afmælishátíðar Vestmannaeyjabæjar var sleginn. Dagskráin hófst á tónleikum með landsþekktu listafólki, stórtenórnum Gissuri Páli, söngkonunni Heru Björk og gítarleikarnum Birni Thor.  

Í kjölfarið sameinuðust kristnir söfnuðir í Vestmannaeyjum í messu, þar sem þau Gissur Páll, Hera Björk og Björn komu fram ásamt Kór Landakirkju og Lofgjörðarsveit Hvítasunnukirkjunnar. 

Tónlistarfólkið hélt svo í kjölfarið á Hraunbúðir og lék nokkur lög fyrir heimilsfólk, aðstandendur og starfsfólk. Listamennirnir stóðu sig allir sem einn með stakri prýði og voru þau afar ánægð með daginn.

Eftir messu var samkomugestum boðið í hátíðarkaffi í safnaðarheimilinu og mættu um 150 manns í kaffisamsætið. Þar með lauk formlegri dagskrá í tilefni af 100 ára afmæli kaupstaðarréttinda Vestmannaeyjabæjar. 

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).