Landeyjahöfn:

Dýpið svo gott að ekki er þörf fyrir Dísu

25.Nóvember'19 | 14:37
20191124_154824

Dýpkunarskipið Dísa við Landeyjahöfn í gær. Ljósmynd/TMS

Dýpið í Landeyjahöfn er óhemju gott miðað við árstíma. Lægðirnar sem hafa komið að undanförnu hafa í raun hjálpað til við dýkunina og fjarlægt sand af siglingasvæði Herjólfs í stað þess að bæta í sandinn.

Þetta kemur fram í frétt á vef Vegagerðarinnar í dag. Þar segir jafnframt nú sé svo komið að ekki er þörf fyrir dýpkunarskipið Dísu, í bili a.m.k., en hún hefði annars verið við dýpkunarstörf þessa dagana.

Sjá einnig: Dísa við dýpkun í blíðunni

Veðurspáin er síðan þannig að það má reikna með að ekki komi neitt nýtt efni inn í höfnina næstu 7 daga og því þarf ekki að dýpka næstu 10 daga a.m.k.

Þetta er frekar óvenjuleg staða en hefur eigi að síður komið upp áður. Nú munar reyndar um að ekki er við að etja gosefni úr Eyjafjallagosinu sem barst út í sjó með Markarfljóti, segir í frétt Vegagerðarinnar.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).