Enn þarf að fella niður ferðir

21.Nóvember'19 | 13:56
herj_nyr_innan_hafnar

Herjólfur. Ljósmynd/TMS

Því miður fellur næstu ferð Herjólfs niður, frá Vestmannaeyjum kl: 14:30 og frá Landeyjahöfn kl: 15:45. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf. en líkt og greint var frá hér í morgun á Eyjar.net eru báðar ferjurnar bilaðar.

Sjá einnig: Báðir Herjólfar bilaðir

Fram kemur í nýjustu tilkynningunni að enn sé unnið að viðgerð sem verður væntanlega lokið fyrir ferðina kl: 17:00 frá Vestmannaeyjum og 18:15 frá Landeyjahöfn.

Einungis hefur verið hægt að sigla eina ferð milli lands og Eyja það sem af er degi, en sú ferð var farin klukkan 7.00 í morgun frá Eyjum.

Sjá einnig: Ölduspáin með eindæmum góð

 

Tags

Herjólfur

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.