Uppfærð frétt

Báðir Herjólfar bilaðir

- ferð Herjólfs fellur niður vegna bilunar

21.Nóvember'19 | 09:59
IMG_4320

Báðar Vestmannaeyjaferjurnar liggja nú bilaðar við bryggju. Ljósmynd/TMS

Næsta ferð Herjólfs fellur niður vegna bilunar sem kom upp við siglingar til Vestmannaeyja núna úr 8:15 ferðinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf. en ferjan átti að halda í þá ferð kl. 9.30 frá Eyjum.

Að sögn Guðbjarts Ellerts Jónssonar, framkvæmdastjóra Herjólfs stendur nú yfir bilanaleit, en um er að ræða bilun í hliðarskrúfu.

„Við vonumst til að komast í 12 ferðina.” segir Guðbjartur en undanfarnar vikur hefur verið unnið að rafvæðingu ferjunnar. „Það er eitt af því sem er í skoðun. Þ.e hvort þessar bilanir séu afleiðinging af forritun vegna rafvæðingar. Það er ekki útilokað.”

Gamli Herjólfur líka bilaður

Herjólfur III fór fyrri ferðina í gær sökum þess að sá nýi bilaði kvöldið áður. Þegar hann átti stutt eftir til Eyja í gær kom upp bilun í skipinu. Guðbjartur segir að bilunin sé í annari aðalvél skipsins. „Vélstjórarnir telja að farin sé headpakkning.” 

Viðgerð stendur nú yfir og á Guðbjartur von á því að henni ljúki síðdegis í dag.

 

Uppfært kl. 11.15:

Í tilkynningu frá Herjólfi ohf. segir að ljóst sé að næsta ferð Herjólfs falli einnig niður. Frá Vestmannaeyjum kl. 12:00 og 13:15 frá Landeyjahöfn. Enn er unnið að viðgerðum.

 

Tags

Herjólfur

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.