Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt:

Bræðurnir Egill og Heiðar sýna í Einarsstofu

20.Nóvember'19 | 11:37
heidar-egill

Heiðar og Egill Egilssynir.

Nú er komið að elleftu sýningunni í sýningarröðinni, Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt. Það eru bræðurnir Heiðar og Egill Egilssynir sem sýna í Einarsstofu og nú verða þær á gamla tímanum, klukkan 13.00 á laugardaginn. 

Þeir bræður byrjuðu ungir að taka myndir og lögðust í siglingar um flest heimsins höf ungir að árum. Það verður því víða komið við á sýningum þeirra. Egill er duglegur að setja myndir inn á Fésbókina, myndir sem hann tekur á morgunrúntinum. Eru þær gluggi út í Eyja fyrir brottflutta og Eyjafólk á þvælingi um höf og lönd.

Heiðar hefur látið minna fara fyrir sér en er athyglisverður ljósmyndari sem gaman verður að sjá á laugardaginn í Einarsstofu. Áhugann á ljósmyndun kveikti stóri bróðir þeirra, Kristján sem ætlar að láta ljós sitt skína í Djúpinu við Náttúrugripasafnið við Heiðarveg á næstu Goslokum.

Það verður gaman að sjá það sem þeir bræður hafa fram að færa á laugardaginn. Góð aðsókn hefur verið að sýningunum sem þykja góð andleg hressing nú þegar skammdegið hellist yfir. Líka tækifæri til að láta sjá sig og sjá aðra. 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).