Ljósleiðaralagning Mílu:

Áætla að tengja 200-300 heimili í Eyjum á næstu 14 mánuðum

18.Nóvember'19 | 10:54
mila_2

Frá lagningu ljósnets Mílu í Eyjum. Ljósmynd/TMS

Samkvæmt áherslum Mílu varðandi lagningu ljósleiðara til heimila þá er gert ráð fyrir að ný hús séu tengd með ljósleiðara í Eyjum. 

Þetta kemur fram í svari Sigurrósar Jónsdóttur, starfsmanni samskipta og markaðsmála hjá Mílu við fyrirspurn Guðmundar Þ. B. Ólafssonar.

Enn fremur segir í svarinu að Míla hafi áhuga á að taka þátt í endurnýjunarverkefnum á vegum sveitafélagsins og nýta þær til að leggja ljósleiðara. Að auki eru ákveðin svæði í Vestmannaeyjum þar sem til staðar eru rör og lagnir inn í hús og verða þau svæði metin og lagt upp með að tengja á næsta ári.

Sjá fyrirspurn Guðmundar: Hvaða áætlanir hefur Míla um lagningu ljósleiðara inn á heimili í Eyjum?

„Míla hefur lagt ljósleiðara til um 30 heimila í Vestmannaeyjum. Alls gerir Míla ráð fyrir að tengja 200-300 heimili í Vestmannaeyjum á næstu 14 mánuðum, hluti þeirra verkefna er komin í framkvæmd hjá Geisla samstarfsaðila Mílu í Vestmannaeyjum.

Míla hefur þegar lagt ljósleiðara til yfir 20 fyrirtækja í Vestmannaeyjum. Í vinnslu er að leggja ljósleiðara á Eiðinu til að þjóna fyrirtækjum þar og gert er ráð fyrir að það verði í lok þessa árs eða fyrri part næsta árs.

Þá hefur Míla átt samskipti við Vestmannaeyjabæ varðandi tengingar ljósleiðara í dreifbýli Vestmannaeyja og vonast Míla til að eiga frekara samtal við bæinn um ljósleiðaravæðingu í eynni.” segir að endingu í svari Mílu.
 

Tags

Míla

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.