Ljósleiðaralagning Mílu:

Áætla að tengja 200-300 heimili í Eyjum á næstu 14 mánuðum

18.Nóvember'19 | 10:54
mila_2

Frá lagningu ljósnets Mílu í Eyjum. Ljósmynd/TMS

Samkvæmt áherslum Mílu varðandi lagningu ljósleiðara til heimila þá er gert ráð fyrir að ný hús séu tengd með ljósleiðara í Eyjum. 

Þetta kemur fram í svari Sigurrósar Jónsdóttur, starfsmanni samskipta og markaðsmála hjá Mílu við fyrirspurn Guðmundar Þ. B. Ólafssonar.

Enn fremur segir í svarinu að Míla hafi áhuga á að taka þátt í endurnýjunarverkefnum á vegum sveitafélagsins og nýta þær til að leggja ljósleiðara. Að auki eru ákveðin svæði í Vestmannaeyjum þar sem til staðar eru rör og lagnir inn í hús og verða þau svæði metin og lagt upp með að tengja á næsta ári.

Sjá fyrirspurn Guðmundar: Hvaða áætlanir hefur Míla um lagningu ljósleiðara inn á heimili í Eyjum?

„Míla hefur lagt ljósleiðara til um 30 heimila í Vestmannaeyjum. Alls gerir Míla ráð fyrir að tengja 200-300 heimili í Vestmannaeyjum á næstu 14 mánuðum, hluti þeirra verkefna er komin í framkvæmd hjá Geisla samstarfsaðila Mílu í Vestmannaeyjum.

Míla hefur þegar lagt ljósleiðara til yfir 20 fyrirtækja í Vestmannaeyjum. Í vinnslu er að leggja ljósleiðara á Eiðinu til að þjóna fyrirtækjum þar og gert er ráð fyrir að það verði í lok þessa árs eða fyrri part næsta árs.

Þá hefur Míla átt samskipti við Vestmannaeyjabæ varðandi tengingar ljósleiðara í dreifbýli Vestmannaeyja og vonast Míla til að eiga frekara samtal við bæinn um ljósleiðaravæðingu í eynni.” segir að endingu í svari Mílu.
 

Tags

Míla

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.