Á annað hundrað manns mættu á opnun Náttúrugripasafnsins - myndir og myndband

18.Nóvember'19 | 06:59
IMG_7275

Ljósmyndir/TMS

Í gær opnuðu bæjaryfirvöld Náttúrugripasafn Vestmannaeyja í gömlu húskynnum Sæheima við Heiðarveg. En hluti gömlu Sæheima fluttist í nýtt safn Sea Life Trust, sem opnað var fyrr á árinu í Fiskiðjunni.

Það kom í hlut Njáls Ragnarssonar, formanns bæjarráðs að opna safnið. Hörður Baldvinsson, safnstjóri og hans fólk hafa unnið hörðum höndum að þessu verkefni, en Hörður tók fyrr á árinu við sem safnstjóri Sagnheima í Safnahúsi.

Kristjan Egilsson fyrrverandi safnstjóri og eiginkona hans, Ágústa Friðriksdóttir lögðu á sig mikla sjálfboðavinnu síðustu vikur við undirbúning að opnun safnsins, og var þeim þakkað sérstaklega fyrir sitt framlag til safnsins í gegnum tíðina.

Á vefnum Heimaslóð segir að Fiska- og náttúrugripasafnið hafi verið stofnað árið 1964 og er því elsta safn sinnar tegundar á landinu. Fyrsti safnstjórinn var Friðrik Jesson og var safninu skipt upp í þrjá sali: fugla-, fiska- og steinasafn. Friðrik sá um að stoppa upp flest alla fugla og fiska sem eru til staðar á safninu.

Á annað hundrað manns voru viðstaddir opnun safnsins, en segja má að safnið hafi bæði menningarlegt og tilfinningalegt gildi fyrir marga.

Ljósmyndari Eyjar.net smellti nokkrum myndum á opnuninni, sem sjá má hér að neðan. Þar fyrir neðan er svo myndband frá Halldóri B. Halldórssyni.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.