Á annað hundrað manns mættu á opnun Náttúrugripasafnsins - myndir og myndband

18.Nóvember'19 | 06:59
IMG_7275

Ljósmyndir/TMS

Í gær opnuðu bæjaryfirvöld Náttúrugripasafn Vestmannaeyja í gömlu húskynnum Sæheima við Heiðarveg. En hluti gömlu Sæheima fluttist í nýtt safn Sea Life Trust, sem opnað var fyrr á árinu í Fiskiðjunni.

Það kom í hlut Njáls Ragnarssonar, formanns bæjarráðs að opna safnið. Hörður Baldvinsson, safnstjóri og hans fólk hafa unnið hörðum höndum að þessu verkefni, en Hörður tók fyrr á árinu við sem safnstjóri Sagnheima í Safnahúsi.

Kristjan Egilsson fyrrverandi safnstjóri og eiginkona hans, Ágústa Friðriksdóttir lögðu á sig mikla sjálfboðavinnu síðustu vikur við undirbúning að opnun safnsins, og var þeim þakkað sérstaklega fyrir sitt framlag til safnsins í gegnum tíðina.

Á vefnum Heimaslóð segir að Fiska- og náttúrugripasafnið hafi verið stofnað árið 1964 og er því elsta safn sinnar tegundar á landinu. Fyrsti safnstjórinn var Friðrik Jesson og var safninu skipt upp í þrjá sali: fugla-, fiska- og steinasafn. Friðrik sá um að stoppa upp flest alla fugla og fiska sem eru til staðar á safninu.

Á annað hundrað manns voru viðstaddir opnun safnsins, en segja má að safnið hafi bæði menningarlegt og tilfinningalegt gildi fyrir marga.

Ljósmyndari Eyjar.net smellti nokkrum myndum á opnuninni, sem sjá má hér að neðan. Þar fyrir neðan er svo myndband frá Halldóri B. Halldórssyni.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.