Á annað hundrað manns mættu á opnun Náttúrugripasafnsins - myndir og myndband

18.Nóvember'19 | 06:59
IMG_7275

Ljósmyndir/TMS

Í gær opnuðu bæjaryfirvöld Náttúrugripasafn Vestmannaeyja í gömlu húskynnum Sæheima við Heiðarveg. En hluti gömlu Sæheima fluttist í nýtt safn Sea Life Trust, sem opnað var fyrr á árinu í Fiskiðjunni.

Það kom í hlut Njáls Ragnarssonar, formanns bæjarráðs að opna safnið. Hörður Baldvinsson, safnstjóri og hans fólk hafa unnið hörðum höndum að þessu verkefni, en Hörður tók fyrr á árinu við sem safnstjóri Sagnheima í Safnahúsi.

Kristjan Egilsson fyrrverandi safnstjóri og eiginkona hans, Ágústa Friðriksdóttir lögðu á sig mikla sjálfboðavinnu síðustu vikur við undirbúning að opnun safnsins, og var þeim þakkað sérstaklega fyrir sitt framlag til safnsins í gegnum tíðina.

Á vefnum Heimaslóð segir að Fiska- og náttúrugripasafnið hafi verið stofnað árið 1964 og er því elsta safn sinnar tegundar á landinu. Fyrsti safnstjórinn var Friðrik Jesson og var safninu skipt upp í þrjá sali: fugla-, fiska- og steinasafn. Friðrik sá um að stoppa upp flest alla fugla og fiska sem eru til staðar á safninu.

Á annað hundrað manns voru viðstaddir opnun safnsins, en segja má að safnið hafi bæði menningarlegt og tilfinningalegt gildi fyrir marga.

Ljósmyndari Eyjar.net smellti nokkrum myndum á opnuninni, sem sjá má hér að neðan. Þar fyrir neðan er svo myndband frá Halldóri B. Halldórssyni.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).