Vilja láta skoða hag­kvæmni strand­flutn­inga

16.Nóvember'19 | 09:46
IMG_4230

Fraktflutningaskip Eimskips siglir hér frá Vestmannaeyjum. Ljósmynd/TMS

Ásmund­ur Friðriks­son hef­ur ásamt nokkr­um öðrum alþing­is­mönn­um lagt fram til­lögu til þings­álykt­un­ar um könn­un á hag­kvæmni strand­flutn­inga. 

Auk Ásmundar eru þau Karl Gauti Hjaltason, Ólafur Ísleifsson, Sigurður Páll Jónsson, Guðjón S. Brjánsson, Oddný G. Harðardóttir og Ari Trausti Guðmundsson flutningsmenn tillögunnar.

Í tillögunni segir að Alþingi álykti að fela samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að láta kanna hagkvæmni þess að halda úti tveimur strandflutningaskipum til að flytja vörur um landið með það að markmiði að minnka vöruflutninga á þjóðvegum og draga þannig úr sliti á vegakerfinu.

Í úttektinni verði m.a. skoðaður möguleiki á að nýta skipin til sorpflutninga og sem björgunarskip í neyðartilfellum. Jafnframt verði skoðuð hugsanleg aðkoma ríkis og sveitarfélaga að slíku verkefni.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skili skýrslu og kynni Alþingi niðurstöður hennar eigi síðar en 1. apríl 2020.

Öxull sem er 10 tonn að þyngd hefur 10 þúsund sinnum meiri áhrif á niðurbrot vega en öxull sem er 1 tonn

Í greinargerð með tillögunni segir að markmiðið með tillögunni sé að strandflutningar verði skoðaðir sem hagkvæmur og umhverfisvænn kostur í vöruflutningum þannig að hægt verði að flytja þungaflutninga af vegakerfinu.

Með vaxandi umferð hefur slit á vegum aukist til muna en þar vega þungaflutningar mest. Þungar bifreiðar slíta þjóðvegum landsins margfalt á við léttar fólksbifreiðar. Þungaumferð brýtur niður burðarlög veganna sem veldur því að með tímanum minnkar burðarþol þeirra og viðhaldsþörf eykst. Talið er að áhrif þyngdar hafi fjórða veldis áhrif á niðurbrot veganna. Þetta þýðir að öxull sem er 10 tonn að þyngd hefur 10 þúsund sinnum meiri áhrif á niðurbrot vega en öxull sem er 1 tonn.

Strandsiglingar væru nútímalegri og umhverfisvænni kostur en landflutningar þar sem mögulegt er að tvö vel búin skip sem sigla í kringum landið, annað réttsælis og hitt rangsælis, í vikulegri og tveggja vikna áætlun losi minni koltvísýring en losaður er með landflutningi. Hægt væri að hafa vélbúnaðinn knúinn að hluta eða öllu leyti með vistvænu eldsneyti, t.d. náttúrugasi (LNG) eins og metani. Skipin sem yrðu notuð þyrftu að uppfylla ýtrustu kröfur um öryggi og vera útbúin tveimur öflugum Azimuth-skrúfum ásamt tveimur öflugum hliðarskrúfum, þola vindálag á hlið allt að 25 m/sek. og hafa fulla stjórnhæfni við slíkar aðstæður, m.a. til þess að komast inn í litlar hafnir við erfið skilyrði. Með slíku vélarafli yrði dráttargeta skipanna um 80 tonn.

Nánar um greinargerðina má lesa hér.

Flutningsmenn leggja til að strandflutningar verði þegar skoðaðir sem framtíðarlausn á stærstum hluta flutninga allt í kringum landið með tilheyrandi sparnaði og minni kolefnislosun og að niðurstöðum um þennan valkost verði skilað eigi síðar en 1. apríl 2020, segir enn fremur í greinargerðinni.

Ásmundur Friðriksson, fyrsti flutningsmaður tillögunnar segir í samtali við Eyjar.net að hann telji mikilvægt að skoða þetta mál vel og að í hans huga sé þetta líkt og bent er á í greinargerðinni bæði gott útfrá umhverfissjónarmiðum, sem og minnkar þessi aðgerð álag á vegakerfið svo um munar.

„Það er svo gaman að segja frá því að upphaflega benti ritstjóri Eyjar.net mér á að þetta væri mál sem vert væri að skoða nánar, og einungis örfáum dögum síðar hitti ég mann á ferð minni um kjördæmið sem tilheyrði hóp sem var búinn að vera að skoða ýmsar hliðar á þessu máli.”
 

Tags

Alþingi

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).