Henson: Ljúf sumur hjá ömmu og afa í Eyjum

- kynnir bók sína í Eldheimum í kvöld, föstudag

15.Nóvember'19 | 10:54
Henson05

Ljósmyndir/aðsendar.

„Þegar ég var peyi sem flaug með Þristinum til Vestmannaeyja á vorin og til baka þegar halla tók sumri sem tók þrjátíu mínúntur þá flögraði ekki að mér að ég ætti eftir að fara víða um heiminn í tengslum við framleiðslu og viðskipti,“ segir Halldór Einarsson, oft kenndur við Henson.

Henson er löngu orðinn þjóðþekktur sem knattspyrnumaður, íþróttafrömuður og frumkvöðull. Hann er með í jólabókaflóðinu í ár með bók sína, Stöngin út og ætlar að kynna hana í Eldheimum í kvöld, föstudag.

Eyjarnar buðu upp á allt

Halldór á ættir að rekja til Eyja og var hjá ömmu sinni og afa á sumrin. Eignaðist hér góða vini og góðar minningar. „Í þann tíð var lítið talað um útlönd og eini peyinn sem ég man eftir að talaði um útlönd var Geir Vippi. Sjóndeildarhringurinn var ekkert stærri en þörf var á og ef einhver þurfti að hreyfa sig þá fór viðkomandi suður hvernig sem sá frasi varð til.

Eyjarnar buðu upp á allt, fegurð, fótboltavöll, Andrés blinda sem bjó til fyrir okkur teygjubyssur og yndislega ömmu og afa sem var alltaf í vinnunni og vildi ekki að ég færi að bera út Þjóðviljann en var samt frábær.

Miklar sveiflur og stórkostleg ævintýri

Stebbi Pól var vinur afa og þeir fengu sér stundum í staupinu og afi fór ekki að reykja fyrr en hann var hættur að vinna. Vatnið af þakinu fannst mér ekkert sérstaklega gott og mér fannst mjólkin sem ég náði í á brúsapallinum neðar á Skólaveginum og kom frá Grundarbrekku missa fljótt góða bragðið áður en ísskápurinn kom til sögunar. Ég hlakka til að mæta í Eldheima í kvöld og deila með Eyjamönnum nokkrum brotum af rússíbana lífs míns,“ segir Halldór sem er með skemmtilegri mönnum.

Í bókinni lítur hann yfir litríkan feril sem einkennst hefur af miklum sveiflum og stórkostlegum ævintýrum í viðskiptum og knattspyrnu, hérlendis og erlendis.

Bókin, Stöngin út verður að sjálfsögðu til sölu á staðnum – Halldór les, áritar og spjallar við gesti.

Arnór og Helga ætla að hita upp með fáeinum þekktum perlum síðustu aldar. Kynning bókarinnar er liður í Safnahelginni, sem í ár, dreifist af ýmsum ástæðum, yfir nokkrar helgar.

Opið verður í Eldheimum frá kl. 20:00.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).