Fjölbreytt dagskrá Safnahelgar heldur áfram

15.Nóvember'19 | 14:07
uppstopp_saeh

Safnahelgi lýkur að þessu sinni í Náttúrugripasafninu við Heiðarveg á sunnudag.

Annar hluti Safnahelgar hefst í kvöld, 15. nóvember kl. 17:00 í Einarsstofu í Safnahúsi. 

Þar mæta stórkanónur á sýningarröðinni, Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt. Á þessari 10. ljósmyndasýningu sýna Jói Myndó, Sigmar Pálmason (Bói Pálma) og Halldór Sveinsson.

Í kvöld klukkan kl. 20:30 í Eldheimum mætir enginn annar en Halldór Einarsson (Henson) og kynnir  nýja bók sína. Halldór er með skemmtilegri mönnum og hefur víða komið við sem knattspyrnumaður og Valsari og sem athafnamaður. Verður örugglega gaman að sjá hann og heyra og ekki skemmir fyrir að hann var í Eyjum hjá ömmu og afa á yngri árum.

 

Laugardagur 16. nóvember

Það þykir alltaf tíðindum sæta þegar ný bók kemur út og enn frekar þegar um 60 ár skilja höfundana að. Það eru þau Sunna Einarsdóttir 15 ára og Sigurgeir Jónsson sem standa að bókinni Munaðarlausa stúlkan sem hann skrifar og hún myndskreytir.

Þau ætla að kynna bókina á morgun, laugardag 16. nóvember kl. 11:00 í Einarsstofu, Safnahúsi. Sigurgeir kynnir bókina og sýndar verða teikningar Sunnu.

Samhliða verður boðið upp á tónlistaratriði á vegum Tónlistarskóla Vestmannaeyja. Þar mætir Daníel Franz og syngur við eigin gítarundirleik.

Á sama stað kl. 13.00  fjallar Ragnar Jónsson á Látrum um spíramálið í Vestmannaeyjum á þjóðhátíð 1943 þegar níu manns létust eftir að hafa drukkið tréspíritus.

Strax á eftir erindi Ragnars fjallar Ragnar Óskarsson um Sigríðarslysið í Sagnheimum. Sigríður strandaði við Ofanleitishamar og kleif Jón Vigfússon, einn skipverja „ókleifan“ hamarinn og gerði viðvart. Björguðust allir úr áhöfn Sigríðar.

Á morgun laugardag,  kl. 14:00 í húsnæði Sea Life Trust kynnir Ásrún Magnúsdóttir  og les upp úr nýrri bók sinni Ævintýri Munda lunda.

 

Sunnudagur 17. nóvember

Safnahelgi lýkur að þessu sinni kl. 13:00 í Náttúrugripasafninu við Heiðarveg þar sem Njáll Ragnarsson formaður bæjarráðs opnar sýningu á munum safnsins, fugla- og steinasafni, og Hörður Baldvinsson fjallar um sögu safnsins. Djúpið opnar sýninguna Fast þeir sóttu sjóinn.

Slökkvistöðin opin á sunnudeginum til kl. 16:00.

 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%