Fréttatilkynning:

Halldór Einarsson – Henson kynnir bók sína í Eldheimum

- föstudagskvöld 15. nóvember Kl. 20:30

14.Nóvember'19 | 09:00

Halldór Einarsson, oft kenndur við Henson, er löngu orðinn þjóðþekktur sem knattspyrnumaður, íþróttafrömuður og frumkvöðull. Hér lítur hann yfir litríkan feril sem einkennst hefur af miklum sveiflum og stórkostlegum ævintýrum í viðskiptum og knattspyrnu, hérlendis og erlendis.

Bókin heitir STÖNGIN ÚT og verður að sjálfsögðu til sölu á staðum – Halldór les, áritar og spjallar við gesti. Arnór og  Helga ætla að hita upp með fáeinum þekktum perlum síðustu aldar.

Kynning bókarinnar er liður í Safnahelginni, sem í ár , dreifist af ýmsum ástæðum, yfir nokkrar helgar.

Húsið opnar kl. 20:00

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.