8. bekkur vekur athygli á plastnotkun - Plast er drasl!

13.Nóvember'19 | 14:35
IMG_7034

Ljósmyndir/TMS

 Í dag afhentu nemendur í 8. bekk Grunnskóla Vestmannaeyja bæjaryfirvöldum plastumbúðir sem þeir hafa safnað í rúman mánuð, með það að markmiði að gera sér grein fyrir því magni sem hver og einn notar af plasti. Ásamt því að fá fræðslu og vinna önnur verkefni tengdu plastnotkun.

Markmið verkefnisins er að að nemendur geri sér grein fyrir  mikilvægi þess að fara vel með jörðina og skilji hugtakið sjálfbærni, geri sér grein fyrir að aðgerðir eða aðgerðaleysi hvers og eins skiptir máli.

Þess má geta að hver og einn Íslendingur notar 10 kg af plasti á mánuði sem gera 33 kg á ári. Söfnuðum nemendurnir 43 kg sem eru til sýnis á Einarsstofu. Það er áhugavert að sjá hvernig 43 kg líta út. 

Ljósmyndari Eyjar.net myndaði hópinn við afhendinguna, en það var Njáll Ragnarsson formaður bæjarráðs sem veitti plastinu viðtöku.

 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.