Njáll Ragnarsson: „Ákaflega gleðileg tíðindi!”

12.Nóvember'19 | 15:34
njall_lan_2

Njáll Ragnarsson. Ljósmynd/samsett

Fyrr í dag greindi vegamálastjóri frá því að efla ætti til muna dýpkun Landeyjahafnar. Ekki einvörðungu á að halda áfram dýkun fram í janúar, heldur á einnig að fá öflugri skipakost í mars til dælingar í höfninni.

Sjá einnig: Vegagerðin bætir verulega í dýpkunarframkvæmdir í Landeyjahöfn

Eyjar.net leitaði viðbragða hjá Njáli Ragnarssyni, formanni bæjarráðs Vestmannaeyja við tíðindum dagsins. 

„Þetta eru ákaflega gleðileg tíðindi!” segir Njáll og bætir við:

„Þarna er verið að taka út þessi dýpkunartímabil sem hafa verið fram að þessu og ég hef aldrei skilið. Með þessum samningi er verið að tryggja það að dýpkunarskip sé til staðar, í Vestmannaeyjum og getur farið út og hafið dýpkun þegar færi til þess gefst. Vegagerðin er að leitast til þess að halda höfninni opinni fram yfir áramót og út janúar sé þess kostur.”

Njáll segir það sömuleiðis sérlega ánægjulegt að Vegagerðin sé að leita að stærra og öflugra skipi til dýpkunar snemma næsta vor. „Þannig er eftir fremsta megni verið að tryggja að höfnin sé ekki lokuð langt fram eftir vori, líkt og gerðist síðastliðið vor. Sú staða var algerlega óásættanleg og það er mikið gleðiefni að verið sé að koma í veg fyrir að það ástand endurtaki sig.

Það er full ástæða til þess að hrósa Vegagerðinni og vegamálastjóra fyrir þennan samning. Þarna finnum við vel að samstillt hagsmunagæsla okkar skilar sér þegar vel er að henni staðið. Ég er því ákaflega ánægður með tíðindi dagsins.” segir formaður bæjarráðs Vestmannaeyja í samtali við Eyjar.net.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).