Njáll Ragnarsson: „Ákaflega gleðileg tíðindi!”

12.Nóvember'19 | 15:34
njall_lan_2

Njáll Ragnarsson. Ljósmynd/samsett

Fyrr í dag greindi vegamálastjóri frá því að efla ætti til muna dýpkun Landeyjahafnar. Ekki einvörðungu á að halda áfram dýkun fram í janúar, heldur á einnig að fá öflugri skipakost í mars til dælingar í höfninni.

Sjá einnig: Vegagerðin bætir verulega í dýpkunarframkvæmdir í Landeyjahöfn

Eyjar.net leitaði viðbragða hjá Njáli Ragnarssyni, formanni bæjarráðs Vestmannaeyja við tíðindum dagsins. 

„Þetta eru ákaflega gleðileg tíðindi!” segir Njáll og bætir við:

„Þarna er verið að taka út þessi dýpkunartímabil sem hafa verið fram að þessu og ég hef aldrei skilið. Með þessum samningi er verið að tryggja það að dýpkunarskip sé til staðar, í Vestmannaeyjum og getur farið út og hafið dýpkun þegar færi til þess gefst. Vegagerðin er að leitast til þess að halda höfninni opinni fram yfir áramót og út janúar sé þess kostur.”

Njáll segir það sömuleiðis sérlega ánægjulegt að Vegagerðin sé að leita að stærra og öflugra skipi til dýpkunar snemma næsta vor. „Þannig er eftir fremsta megni verið að tryggja að höfnin sé ekki lokuð langt fram eftir vori, líkt og gerðist síðastliðið vor. Sú staða var algerlega óásættanleg og það er mikið gleðiefni að verið sé að koma í veg fyrir að það ástand endurtaki sig.

Það er full ástæða til þess að hrósa Vegagerðinni og vegamálastjóra fyrir þennan samning. Þarna finnum við vel að samstillt hagsmunagæsla okkar skilar sér þegar vel er að henni staðið. Ég er því ákaflega ánægður með tíðindi dagsins.” segir formaður bæjarráðs Vestmannaeyja í samtali við Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.