Segja engar nýjar forsendur fyrir göngum til Eyja

11.Nóvember'19 | 16:10
herjolfar_maetast_hbh

Ferjurnar tvær sem nú halda uppi samgöngum á milli lands og Eyja. Ljósmynd/Halldór B. Halldórsson

Vegagerðin segir að engar nýjar forsendur séu fyrir því að göng verði gerð milli lands og Vestmannaeyja. 

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði í Silfrinu í gær að ljúka þyrfti rannsókn á því hvort göng til Vestmannaeyja væru fýsilegur og raunhæfur kostur.

G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að engar nýjar forsendur séu til að ráðast í rannsóknir á göngum til Vestmannaeyja. Þetta kemur fram á fréttavef Ríkisútvarpsins.

G. Pétur segir að jarðgangagerð til Vestmannaeyja sé mjög áhættusöm og kostnaðarsöm. Nýlega hafi verið ráðist í kostnaðarsamar framkvæmdir til að bæta samgöngur til Vestmannaeyja með byggingu Landeyjahafnar og kaupum á nýjum Herjólfi. Þó að framfarir hafi orðið í jarðgangagerð sé það ekki í slíkum mæli að forsendur gangagerðar til Vestmannaeyja séu breyttar.

 

Ruv.is

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.