Fjölmennt á sýningu Sigurgeirs og Helgu

9.Nóvember'19 | 11:30
IMG_6864

Sigurgeir og Helga. Ljósmyndir/TMS

Það var þétt setinn bekkurinn í Einarsstofu í gær, þegar dagskrá Safnahelgar hélt áfram. Á dagskrá gærdagsins var hin hliðin á ljósmyndum Sigurgeirs Jónassonar. Í fyrri hluta sýningarinnar sýndi Sigurgeir áhugaverðar myndir af fjöru- og sjávargróðri. 

í síðari hluta sýningarinnar sýndi Sigurgeir myndir af listaverkum í bænum sem hann tók sérstaklega fyrir Helgu Hallbergsdóttur, fyrrum safnstjóra Sagnheima - sem sagði frá þeim. Tengjast myndirnar lokaverkefni hennar í námi og nafnið, "Hraun og menn" vísar til þess að árið 1999 komu hingað 24 norrænir listamenn og dvöldu hér hluta úr sumri og unnu að verkum sínum.

Ljósmyndari Eyjar.net leit við í Einarsstofu og smellti nokkrum myndum.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%