Alþingi:

Landeyjahafnarúttekt afgreidd ágreiningslaust út úr nefnd

7.Nóvember'19 | 13:10
IMG_5718

Herjólfur siglir hér inn Landeyjahöfn. Ljósmynd/TMS

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis afgreiddi á fundi sínum í morgun þingsályktunartillögu allra þingmanna Suðurkjördæmis um óháða úttekt á Landeyjahöfn.

Í tillögunni segir að Alþingi álykti að fela samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að láta hefja nú þegar óháða úttekt á Landeyjahöfn í samræmi við samgönguáætlun fyrir árin 2019–2033 og fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2019–2023 og að henni verði lokið eigi síðar en 31. mars 2020.

Lokaspretturinn eftir í þingsal

Páll Magnússon, fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis segir á Facebook-síðu sinni í morgun að umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hafi afgreitt ágreiningslaust tillögu sína, og annarra þingmanna Suðurkjördæmis, um óháða úttekt á Landeyjahöfn. Hann segir jafnramt að þá sé bara lokaspretturinn eftir í þingsal, sem vonandi verður tekinn sem allra fyrst!

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.