Bæjarstjórn samþykkti raforkustöð á Heimaklett

7.Nóvember'19 | 09:26
heimakl_gig

Heimaklettur. Ljósmynd/Gunnar Ingi

Á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku var töluvert rætt um raforkustöðina sem Isavia óskaði eftir að reisa á Heimakletti. Svo fór að málið var samþykkt með fjórum atkvæðum H- og E-lista gegn þremur atkvæðum D-lista.

Áður en málið var borið upp til atkvæða kom fram tillaga frá bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins og í kjölfarið bókuðu meiri- og minnihluti um málið.

Vildu afturkalla framkvæmdaleyfi

Í tillögunni segir að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagni því sem kemur fram í bókun meirihluta ráðsins þar sem segir að umhverfis- og skipulagsráð leggi það til við Isavia að farið verði í þá framkvæmd að leggja frekar rafmagnskapal í stað þess að koma fyrir raforkustöð á Heimakletti.

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja því til að heimild umhverfis- og skipulagsráðs frá 2. september síðastliðnum þar sem ISAVIA var veitt framkvæmdaleyfi á toppi Heimakletts til að koma fyrir raforkustöð verði afturkölluð. Sé það sannur vilji meirihluta H- og E-lista að lagður verði rafmagnskapall sem er mun minna sjónrænt inngrip í náttúru Heimakletts ólíkt byggingu sólarorkustöðvar er slík afturköllun eðlileg enda er framkvæmdin háð skipulagsvaldi Vestmannaeyjabæjar en ekki geðþótta ríkisstofnunar.

Ofangreind tillaga var felld með fjórum atkvæðum H- og E-lista gegn þremur atkvæðum D-lista.

Í kjölfarið bókaði Hildur Sólveig Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, þar sem hún lýsir yfir vonbrigðum með að meirihluti Vestmannaeyjabæjar sé ekki tilbúinn að taka afstöðu með náttúru Vestmannaeyja.

Segja bókun minnihlutans í ráðinu ganga gegn þeirra eigin ákvörðun í málinu

Í bókun frá bæjarfulltrúum H- og E- lista segir að þann 31. október 2018 hafi umhverfis- og skipulagsráð samþykkt samhljóma að veita Isavia ohf. leyfi til að reisa raforkustöð á svæði A, en þá lá fyrir útlit á stöðinni sem átti að reisa. Annar af fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í ráðinu fór ásamt starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar í vettvangsferð á Heimaklett til að skoða og velja möguleg svæði fyrir raforkustöðina sem hefðu engin sjónræn áhrif frá bænum. Tvö svæði voru merkt, hnit fyrir svæði A og hnit fyrir svæði B.

Bókun minnihlutans í ráðinu gengur því augljóslega gegn þeirra eigin ákvörðun í málinu.
 

Breytingar vegna aðdróttana um að fjármagn við framkvæmdir á Vesmannaeyjaflugvelli verði skert

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks bókuðu að endingu þar sem segir að í upphafi hafi verið farið í að samþykkja leið A með B leið til vara ef að staðsetning A gengi ekki en engin haldbær rök um slíkt hafa komið fram í málinu. Í kjölfarið hefur framganga ISAVIA varðandi gröft á Heimakletti og svör upplýsingafulltrúa ISAVIA þar sem kemur berlega í ljós að um peningaspursmál er að ræða og aðdróttanir um að fjármagn við framkvæmdir á Vesmannaeyjaflugvelli muni verða skert orðið til þess að málið hefur tekið breytingum og því augljóslega þörf að gera ríkar kröfu á góðan frágang.


Málið var samþykkt með fjórum atkvæðum H- og E-lista gegn þremur atkvæðum D-lista.

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).