Bæjarstjórn samþykkti raforkustöð á Heimaklett

7.Nóvember'19 | 09:26
heimakl_gig

Heimaklettur. Ljósmynd/Gunnar Ingi

Á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku var töluvert rætt um raforkustöðina sem Isavia óskaði eftir að reisa á Heimakletti. Svo fór að málið var samþykkt með fjórum atkvæðum H- og E-lista gegn þremur atkvæðum D-lista.

Áður en málið var borið upp til atkvæða kom fram tillaga frá bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins og í kjölfarið bókuðu meiri- og minnihluti um málið.

Vildu afturkalla framkvæmdaleyfi

Í tillögunni segir að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagni því sem kemur fram í bókun meirihluta ráðsins þar sem segir að umhverfis- og skipulagsráð leggi það til við Isavia að farið verði í þá framkvæmd að leggja frekar rafmagnskapal í stað þess að koma fyrir raforkustöð á Heimakletti.

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja því til að heimild umhverfis- og skipulagsráðs frá 2. september síðastliðnum þar sem ISAVIA var veitt framkvæmdaleyfi á toppi Heimakletts til að koma fyrir raforkustöð verði afturkölluð. Sé það sannur vilji meirihluta H- og E-lista að lagður verði rafmagnskapall sem er mun minna sjónrænt inngrip í náttúru Heimakletts ólíkt byggingu sólarorkustöðvar er slík afturköllun eðlileg enda er framkvæmdin háð skipulagsvaldi Vestmannaeyjabæjar en ekki geðþótta ríkisstofnunar.

Ofangreind tillaga var felld með fjórum atkvæðum H- og E-lista gegn þremur atkvæðum D-lista.

Í kjölfarið bókaði Hildur Sólveig Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, þar sem hún lýsir yfir vonbrigðum með að meirihluti Vestmannaeyjabæjar sé ekki tilbúinn að taka afstöðu með náttúru Vestmannaeyja.

Segja bókun minnihlutans í ráðinu ganga gegn þeirra eigin ákvörðun í málinu

Í bókun frá bæjarfulltrúum H- og E- lista segir að þann 31. október 2018 hafi umhverfis- og skipulagsráð samþykkt samhljóma að veita Isavia ohf. leyfi til að reisa raforkustöð á svæði A, en þá lá fyrir útlit á stöðinni sem átti að reisa. Annar af fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í ráðinu fór ásamt starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar í vettvangsferð á Heimaklett til að skoða og velja möguleg svæði fyrir raforkustöðina sem hefðu engin sjónræn áhrif frá bænum. Tvö svæði voru merkt, hnit fyrir svæði A og hnit fyrir svæði B.

Bókun minnihlutans í ráðinu gengur því augljóslega gegn þeirra eigin ákvörðun í málinu.
 

Breytingar vegna aðdróttana um að fjármagn við framkvæmdir á Vesmannaeyjaflugvelli verði skert

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks bókuðu að endingu þar sem segir að í upphafi hafi verið farið í að samþykkja leið A með B leið til vara ef að staðsetning A gengi ekki en engin haldbær rök um slíkt hafa komið fram í málinu. Í kjölfarið hefur framganga ISAVIA varðandi gröft á Heimakletti og svör upplýsingafulltrúa ISAVIA þar sem kemur berlega í ljós að um peningaspursmál er að ræða og aðdróttanir um að fjármagn við framkvæmdir á Vesmannaeyjaflugvelli muni verða skert orðið til þess að málið hefur tekið breytingum og því augljóslega þörf að gera ríkar kröfu á góðan frágang.


Málið var samþykkt með fjórum atkvæðum H- og E-lista gegn þremur atkvæðum D-lista.

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).