Jákvæð fyrir samvinnu við ferðaþjónustuna

6.Nóvember'19 | 08:40
ferdamenn_her

Flestir þeir ferðamenn sem koma til Eyja eru heillaðir af náttúrnni sem Eyjarnar hafa uppá að bjóða. Ljósmynd/TMS

Ferðamálasamtök Vestmannaeyja boðuðu bæjarstjórn Vestmannaeyja og stjórn Herjólfs ohf. til fundar á dögunum Þar kynntu samtökin nýja skýrslu um umfang ferðaþjónustunnar í Eyjum.

Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs Vestmannaeyja segir að þetta hafi verið góður fundur með ferðamálasamtökunum þar sem farið var yfir stöðu ferðaþjónustunnar í dag og hvar sóknarfærin liggi til framtíðar.

Sjá einnig: Ferðaþjónustan skiptir máli

Ferðaþjónustan ákveðið sumarsport hér í Eyjum

„Ferðaþjónusta er vaxandi atvinnugrein en því miður virðist hún vera ákveðið sumarsport hér í Eyjum en ekki allan ársins hring sem allir myndu gjarnan vilja. Einn tilgangur fundarins var að opna á þetta samtal milli bæjaryfirvalda og ferðamálasamtakana um það hvernig við getum í sameiningu eflt þessa atvinnugrein hér í Vestmannaeyjum.„ segir Njáll.

Hann segist reikna með að allir bæjarfulltrúar séu tilbúnir í slíkt samtal og séu jákvæðir fyrir samvinnu við ferðaþjónustuna hér í Vestmannaeyjum. „Í bæjarráði í gær var bæjarstjóra falið að halda áfram spjallinu. Það er fyrsta skrefið.”

Kom mest á óvart hve mikil fjárfesting hefur átt sér stað í greininni

„Í rauninni kom mér mest á óvart hve mikil fjárfesting hefur átt sér stað í greininni. En það þarf ekki að ganga lengi um miðbæinn til þess að koma auga á gistihús, veitingastaði eða öldurhús sem hafa orðið til á undanförnum árum.”

Ásmundur Friðriksson, alþingismaður steypti sér einnig inn í umræðuna í gær og benti á nokkrar áhugaverðar staðreyndir um fjölda ferðamanna á Suðurlandi og hversu mikið af þeim skila sér til Eyja. 

Sjá einnig: Tækifæri fyrir ný framtíðarstörf

Njáll segir að það sé alltaf gott að fá hvatningu, hvort sem hún kemur úr ferðaþjónustunni eða af Alþingi. „Við Ásmundur erum duglegir við að hvetja hvorn annan til góðra verka og gerum það áfram!”
 

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.