Fjölbreytt dagskrá Safnahelgar

- sem spannar tvær helgar í ár

6.Nóvember'19 | 10:29

Safnahelgin verði sett á morgun, fimmtudag kl. 18.00 við Stafkirkjuna.

Safnahelgi verði sett á morgun, fimmtudag kl. 18.00 við Stafkirkjuna en klukkutíma áður verður opnuð sýning Lista og menningarfélagsins á sýningu í anda Júlíönu Sveinsdóttur. 

Síðan tekur við hver viðburðurinn af öðrum og má segja að dagskrá haldi áfram út mánuðinn. Hér er dagkráin næstu tvær helgar en nánar verður auglýst það sem síðar kemur, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum.

Dagskrá Safnahelgar 7.-17. nóvember 2019:

Fimmtudagur 7. nóvember kl. 17:00 í Einarsstofu, Safnahúsi. Lista- og menningarfélag Vestmannaeyja opnar samsýninguna Í anda Júlíönu Sveinsdóttur. Félagið verður með opið hús að Strandvegi 50 (Hvíta húsinu) helgina 9.-10. nóv. kl. 16:00-18:00.

Fimmtudagur 7. nóvember kl. 18:00 í Stafkirkju. Setning Safnahelgar.

Föstudagur 8. nóvember kl. 17:00 í Einarsstofu, Safnahúsi. Úr safni Sigurgeirs ljósmyndara. Sigurgeir frá Skuld sýnir valdar listrænar myndir og Helga Hallbergsdóttir fer yfir syrpu hans af verkefninu Hraun og menn.

Laugardagur 9. nóvember kl: 12 í Einarsstofu, Safnahúsi. Súpa í boði Söguseturs 1627.

Laugardagur 9. nóvember kl: 12:30 í Einarsstofu, Safnahúsi. Bjarni Harðarson skrifar undir samning við Sögusetur 1627 um útgáfu á Reisubók sr. Ólafs Egilssonar.

Laugardagur 9. nóvember kl: 13 í Einarsstofu, Safnahúsi. Bjarni Harðarson kynnir nýjar bækur hjá Sæmundarútgáfunni. Harpa Rún Kristjánsdóttir og Guðjón Ragnar Jónasson lesa úr nýjum bókum sínum.

Laugardagur 9. nóvember kl. 14:30 í Einarsstofu, Safnahúsi. Guðrún Bergmann fjallar um 5 einfaldar leiðir til að bæta heilsuna og kynnir nýjustu bók sína BETRA LÍF fyrir konur á besta aldri.

Laugardagur 9. nóvember kl. 16:00 í Hvítasunnukirkjunni, stóra salnum: Lúðrasveit Vestmannaeyja með hátíðartónleika í tilefni af 80 ára afmælis sveitarinnar.

Sunnudagur 10. nóvember kl. 13:00 í Einarsstofu, Safnahúsi. Hörður Baldvinsson, safnstjóri Sagnheima segir frá för fimm Eyjamanna á Ólympíuleikana í Berlín 1936.

Sunnudagur 10. nóvember í Sagnheimum, Safnahúsi. Að loknu erindi Harðar er opnuð sýning á myndum og fleiru sem tengist för þeirra. Voru Eyjamennirnir fimm í hópi 50 Íslendinga sem fóru á þessa frægustu Ólympíuleika allra tíma.

Föstudagur 15. nóvember kl. 17:00 í Einarsstofu í Safnahúsi. Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt. Á þessari 10. ljósmyndasýningu sýna Jói Myndó, Sigmar Pálmason (Bói Pálma) og Halldór Sveinsson.

Föstudagur 15. nóvember kl. 20:30 í Eldheimum. Halldór Einarsson (Henson) kynnir nýja bók sína.

Laugardagur 16. nóvember kl. 11:00 í Einarsstofu, Safnahúsi. Sigurgeir Jónsson kynnir nýja bók og sýndar verða teikningar Sunnu Einarsdóttur sem myndskreytti bókina. Tónlistaratriði á vegum Tónlistarskóla Vestmannaeyja.

Laugardagur 16. nóvember kl. 13:00 í Einarsstofu, Safnahúsi. Ragnar Jónsson á Látrum fjallar um spíramálið í Vestmannaeyjum á þjóðhátíð 1943.

Laugardagur 16. nóvember í Sagnheimum, Safnahúsi. Að loknu erindi Ragnars fjallar Ragnar Óskarsson um Sigríðarslysið.

Laugardagur 16. nóvember kl. 14:00 í húsnæði Sea Life Trust. Ásrún Magnúsdóttir kynnir og les upp úr nýrri bók sinni Ævintýri Munda lunda.

Sunnudagur 17. nóvember kl. 13:00 í Náttúrugripasafni við Heiðarveg. Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs opnar sýningu á munum safnsins, fugla- og steinasafni, og Hörður Baldvinsson fjallar um sögu safnsins. Djúpið opnar sýninguna Fast þeir sóttu sjóinn.

Opnunartími safnanna um Safnahelgi:

Sagnheimar, byggðasafn: Opið laugardaga og sunnudaga kl. 13-16. Ókeypis aðgangur.

Eldheimar: Opið alla daga kl. 11-17.

Sea Life Trust: Opið alla daga kl. 13-16.

 

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-