Ásmundur Friðriksson skrifar um ferðaþjónustuna í Vestmannaeyjum
Tækifæri fyrir ný framtíðarstörf
5.Nóvember'19 | 09:21Þegar fjórða iðnbyltingin er að ryðja sér til rúms í sjávarútvegi með aukinni framleiðni, verðmætasköpun og betri afkomu, fækkar störfum í greininni. Það er því verkefni atvinnulífsins að mæta þeirri þörf með nýjum störfum.
Vestmannaeyingar eins og önnur sveitarfélög kalla eftir nýjum opinberum störfum og störfum án staðsetningar. Mikilvægast er að skapa störf, sem eru undirstaða velmegunar og gjaldeyristekna. Vel launuð störf sem geta tekið á móti því fólki sem hverfur úr sjávarútvegi er það sem samfélagið í Eyjum þarf á að halda. Störf sem tengjast nýsköpun, hugviti og ferðaþjónustu eru störf sem sterkt atvinnulíf, einstaklingar og sveitarfélag ættu að leggja til fjármagn og reynslu. Atvinnulífið, einstaklingar með fjárhagslegum stuðningi og sveitarélagið með beinni aðkomu að markaðssetningu Vestmannaeyja.
Tæpar 2 milljónir ferðamanna á Suðurlandi
Á árinu 2018 er talið að 1.7 milljón ferðamanna hafi ekið yfir brúnna á Ytri Rangá við Hellu og þegar best lét fóru rúmlega 4.000 bílar yfir Gatnabrún við Vík í Mýrdal á dag. Þúsundir stoppuðu við Seljalandsfoss og Skógafoss á hverjum degi. Afþreyingarfyrirtæki í ferðaþjónustu eins og Southcost adventure á Hvolsvelli sem hefur yfir 30 manns í vinnu og á tugi farartækja, hjóla og annarskonar afþreyingarbúnað hefur ekki minna að gera yfir vetrarmánuðina en yfir hásumarið. Á sama tíma og allt þetta fólk ekur um Suðurland er talið að 20.000 erlendir ferðamenn hafi beygt niður í Landeyjahöfn og siglt til Eyja.
Styrkja báðar stoðir samgangna við Eyjar
Vissulega þarf að bæta samgöngur við Eyjar. Auka öryggi siglinga í Landeyjahöfn og innanlandsflugið á Íslandi þarf að búa við lægri álögur sem gera reksturinn mögulegan og fargjöldin hófleg. Það má því segja að þær tvær stoðir sem standa undir samgöngum við Eyjar hafi hvorugar þá burði eða öryggi sem þarf til þess að treysta bestu mögulegu samgöngur við Eyjar allt árið um þessar mundir. Öruggar samgöngur eru undirstaða ferðaþjónustunnar allt árið, en ljóst er að það mun taka tíma að ná því marki. En það er ekki kostur að bíða með að hefja sóknina sem mun byggja á því góða sem þegar er til staðar hjá ferðaþjónustunni í Eyjum. Og vera komin á betri stað en í dag þegar samgöngurnar verða komnar í það horf sem við ætlumst til. Að því markmiði munum við öll vinna.
Ferðaþjónustan næsti vaxtarbroddur
Nú þegar liggur fyrir mikil fjárfesting í ferðaþjónustunni í Eyjum sem skapar fjölda starfa. Í nýútkominni skýrslu „Ferðaþjónustan skiptir máli“ sem samtök í ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum létu taka saman kemur fram að heildarfjárfesting í greininni er 6.1 milljarður og sumarstörfin tæplega 300 en yfir vetrarmánuðina starfa rúmlega 100 manns í greininni. Hér er sterkur grunnur til að byggja á og nú þarf samtakamátt atvinnulífs og bæjarfélags til að efla greinina enn frekar svo hún geti skapað fleiri heilsársstörf og verði næsti vaxtarbroddur atvinnulífs í Eyjum.
Bæjarfélagið gegnir lykilstöðu í uppbyggingunni
Sveitarfélagið þarf að koma myndarlega að kynningarmálum fyrir Vestmannaeyjar og leggja til þess fé á hverju ári eins og aðra innviði atvinnulífsins. Markaðssetningu má vinna með Íslandsstofu en þar eru verkefni unnin fyrir atvinnulífið með svokölluðum krónu á móti krónu samningum auk þess sem þeir veita fyrirtækjum og sveitarfélögum ráðgjöf. Það er ekki meira að sveitarfélagið styrki slíka markaðsstarfsemi en byggja hafnir fyrir sjávarútveginn og styðja menningar og íþróttastarfsemi í bænum. Allt er þetta mikilvæg samfélagsleg verkefni. Bæjarsjóður nýtur tekna af allri atvinnustarfsemi og mikilvægt að sterkt sveitarfélag hlúi vel að öllu þáttum atvinnu- og mannlífs í bænum. Samstarf við Íslandsstofu og öfluga aðila í ferðaþjónustu er lykillinn að því að nýta þau tækifæri sem við höfum í dag. Við ætlum okkur að tryggja betur öruggar samgöngur og fjölga tækifærum í afþreyingu ferðamanna í Vestmannaeyjum allt árið. Ferðaþjónustan í Eyjum, uppbygging hennar, þjónusta og þekking eru mikil verðmæti sem hægt er að byggja á góða framtíð fyrir atgerfisfólk sem ekki má missa frá Vestmannaeyjum. Tími ferðaþjónustunnar er núna.
Ásmundur Friðriksson, alþingismaður.
Höfundur: Ásmundur Friðriksson.
F. í Reykjavík 21. jan. 1956. For.: Friðrik Ásmundsson (f. 26. nóv. 1934) skipstjóri og skólastjóri og Valgerður Erla Óskarsdóttir (f. 24. maí 1937). M. Sigríður Magnúsdóttir (f. 26. jan. 1958) matráður. For.: Magnús G. Jensson og Kristín Guðríður Höbbý Sveinbjörnsdóttir. Börn: Ása Hrönn (1982), Erla (1984), Magnús Karl (1991). Sonur Ásmundar og Sigurlaugar Sigurpálsdóttur: Friðrik Elís (1975). Stjúpdóttir, dóttir Sigríðar: María Höbbý Sæmundsdóttir (1977).
Gagnfræðapróf Skógaskóla 1973.
Stundaði netagerð og sjómennsku 1970-1972. Vann við hreinsun Heimaeyjar sumarið 1973. Verkstjóri hjá Viðlagasjóði við hreinsun og endurreisn og uppgræðslu Heimaeyjar 1974-1978. Framleiðslu- og yfirverkstjóri hjá Vinnslustöð Vestmannaeyja 1978-1986. Sjálfstætt starfandi blaðamaður 1980-2003. Framkvæmdastjóri Samkomuhúss Vestmannaeyja 1986. Rak fiskvinnslufyrirtækið Kútmagakot ehf. 1988-2003. Framkvæmdastjóri Knattspyrnudeildar Keflavíkur 2004. Verkefnastjóri Ljósanætur 2006. Verkefnastjóri í atvinnu- og menningarmálum hjá Reykjanesbæ 2008. Bæjarstjóri Sveitarfélagsins Garðs 2009-2012.
Í þjóðhátíðarnefndum Vestmannaeyja 1974-1996. Formaður handknattleiksdeildar Þórs 1974-1978. Formaður Eyverja, félags ungra sjálfstæðismanna, 1981-1984. Í stjórn SUS 1983-1987. Í flokksráði Sjálfstæðisflokksins og í stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Eyjum 1982-1986.Formaður íþrótta- og tómstundaráðs Vestmannaeyja 1982-1986. Formaður ÍBV 1994-1999. Formaður knattspyrnudeildar ÍBV 1999-2002. Stofnandi og formaður hollvinasamtaka Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði, NLFÍ, 2005-2011. Í stjórn Félags myndlistarmanna í Reykjanesbæ 2007-2008. Stofnandi Lista- og menningarfélagsins í Garði 2009. Stjórnandi listaverkefnisins Ferskir vindar í Garði 2010. Formaður Sjálfstæðisfélagsins í Garði frá 2012.
Alþm. Suðurk. síðan 2013 (Sjálfstæðisflokkur).
Atvinnuveganefnd 2013-, velferðarnefnd 2013-.
Ritstjóri: Fylkir, málgagn sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum (1986-1988).
Minning: Ingimar Ágúst Guðmarsson
16.Janúar'21 | 11:51Minning: Páll Árnason
15.Janúar'21 | 10:15Á að loka framtíðina inni?
15.Desember'20 | 07:45Kjánahrollur
11.Nóvember'20 | 09:15Minning: Kristinn Guðni Ragnarsson
4.Nóvember'20 | 06:50Gerum meira en minna
7.September'20 | 14:48Tafaleiðir framkvæmda og stjórnun í þágu fjöldans
22.Maí'20 | 09:15Efnahagsaðgerðir í þágu Suðurlands
27.Apríl'20 | 11:10Sjálfbærni Íslands með garðyrkjuafurðir og olíu
24.Febrúar'20 | 08:53Minning: Leif Magnús Grétarsson Thisland
8.Janúar'20 | 14:20
Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn
17.September'19Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Smáauglýsingar
Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).