Kaup á rafmagni fyrir Herjólf í útboðsferli

- þangað til mun HS Orka selja félaginu rafmagn

5.Nóvember'19 | 13:30
IMG_6331

Ljósmynd/TMS

Á fundi bæjarráðs í dag var umræða um samgöngumál. Fram kemur í fundargerð að bæjarstjóri hafi farið yfir upplýsingar frá framkvæmdastjóra Herjólfs um stöðuna. 

Þar kom fram að kaup á rafmagni fyrir siglingar Herjólfs er í útboðsferli, en þangað til mun HS Orka selja félaginu rafmagn. Ríkiskaup annast útboðið og fer útboðsferlið fram á evrópska efnahagssvæðinu. Niðurstöður ættu að liggja fyrir fljótlega.

Unnið hefur verið að uppsetningu á spennum og rafbúnaði til hleðslu fyrir ferjuna. Fulltrúar framleiðenda búnaðarins og innlendir sérfræðingar hafa undanfarið unnið að því að ljúka gerð landhleðslu í Vestmannaeyjum og Landeyjum.

Sjá einnig: Nýi Herjólfur úr áætlun vegna vinnu við rafvæðingu

Fulltrúar frá ABB eru um borð í Herjólfi að undirbúa búnað ferjunnar fyrir rafhleðslu frá landspennum. Gert er ráð fyrir að sá undirbúningur taki einhverja daga. Sérfræðingar munu svo í næstu viku yfirfara og samstilla búnað í landi og í skipinu. Að þeirri vinnu lokinni verður hægt að hlaða Herjólf og hefja siglingar með notkun rafmagns. Ávinningurinn er tvíþættur: Annars vegar er kostnaður raforku umtalsvert lægri en olíu og hins vegar er losun CO2 mun minni og betri hljóðvist á siglingum.

Von er á niðurstöðu dýpkunaráætlunar í Landeyjahöfn og dýpkunarsamningi síðar í þessari viku, segir jafnframt í fundargerð bæjarráðs.

 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.