Formlegar fyrirspurnir bæjarfulltrúa

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks munu áfram leita beint til starfsmanna eftir svörum

- þrátt fyrir að bæjarmálasamþykkt kveði á um annað

4.Nóvember'19 | 06:58
IMG_6650

Frá síðasta fundi bæjarstjórnar. Ljósmynd/TMS

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja á fimmtudaginn var, voru formlegar fyrirspurnir bæjarfulltrúa til bæjarstjóra á dagskrá. 

Í bókun frá bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins segir að bæjarstjóri hafi beint því til bæjarfulltrúa að beina öllum fyrirspurnum til bæjarstjóra frekar en beint til starfsmanna bæjarins. Bæjarfulltrúar hafa í gegnum tíðina ávallt getað leitað beint til starfsmanna bæjarins án aðkomu bæjarstjóra. Að allar fyrirspurnir bæjarfulltrúa þurfi að fara í gegnum bæjarstjóra lengir boðleiðir og elur á tortryggni. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu því áfram leita beint til starfsmanna eftir svörum við daglegum spurningum til að geta sinnt störfum sínum.

„Skal hann beina því til bæjarstjóra”

Í bókun frá bæjarfulltrúum H- og E-lista segir að mikilvægt se að hafa upplýsingaflæði gott og að fylgja bæjarmálasamþykkt Vestmannaeyjabæjar. Í 20.gr. samþykktarinnar er kveðið á um aðgang bæjarfulltrúa að gögnum og að óskum um slíkt skuli beint til bæjarstjóra.

Liður 9, Formlegar fyrirspurnir bæjarfulltrúa til bæjarstjóra var samþykktur með fjórum atkvæðum H- og E-lista gegn tveimur atkvæðum D-lista, Helga Kristín Kolbeins sat hjá.

Njáll Ragnarsson gerði grein fyrir atkvæði sínu.

Hér að neðan má sjá 20. greinina úr bæjarmálasamþykktinni.

20. gr.

Aðgangur að gögnum.

Vegna starfa sinna í bæjarstjórn á sérhver bæjarfulltrúi rétt á að kynna sér gögn og upplýsingar sem fyrir liggja í stjórnsýslu bæjarfélagsins og varða málefni sem komið geta til umfjöllunar í bæjarstjórn.

Bæjarfulltrúi skal eiga eðlilegan aðgang að skrifstofu, starfsmönnum og stofnunum bæjarfélagsins á venjulegum afgreiðslutíma í þeim tilgangi að kynna sér starfsemi bæjarfélagsins og rekstur.

Óski bæjarfulltrúi slíks aðgengis skal hann beina því til bæjarstjóra sem veitir honum afrit af gögnum, upplýsingum eða öðru aðgengi.

Séu gögn viðamikil eða undanþegin upplýsingarétti almennings er heimilt að ákveða að afhending gagna fari fram á bæjarskrifstofu í tiltekinn tíma, en að gögn verði ekki afhent utan bæjarskrifstofanna.

Varði málefni viðkvæma persónulega hagi einstaklings sem ekki er til umfjöllunar í bæjarstjórn er heimilt að neita um afhendingu gagna og upplýsinga. 

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).