Að ríkisstofnanir geti haft starfsstöðvar sínar í Vestmannaeyjum

3.Nóvember'19 | 10:15
vestm_gig

Vestmannaeyjar. Ljósmynd/Gunnar Ingi

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja á síðastliðinn fimmtudag voru atvinnumálin í byggðarlaginu til umræðu. Þar kom fram tillaga frá bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins sem samþykkt var með sjö samhljóða atkvæðum.

Til stendur að setja á laggirnar fjórar nýjar ríkisstofnanir

Í bókuninni segir að fjölbreytt atvinnutækifæri og vel menntaður mannauður séu meginforsenda fyrir vexti og framþróun samfélaga. Opinber störf í Vestmannaeyjum á vegum ríksins sem krefjast háskólamenntunar eru fá en mannauðurinn og jarðvegurinn er til staðar. Það er ekkert sem mælir á móti því að ríkisstofnanir geti haft starfsstöðvar sínar í Vestmannaeyjum.

Í ljósi þess að til stendur að setja á laggirnar fjórar nýjar ríkisstofnanir og að vilji ríkisstjórnarinnar er að þessar stofnanir verði staðsettar á landsbyggðinni leggur bæjarstjórn til að bæjarstjóra verði falið að setja sig í samband við:

a) Félagsmálaráðherra og lýsa yfir áhuga, vilja og getu sveitarfélagsins
til þess að í Vestmannaeyjum verði nýja ríkisstofnunin  „Húsnæðis- og mannvirkjastofnun„ sem ætlað er að leysa af hólmi bæði Íbúðalánasjóð og Mannvirkjastofnun.

b) Fjármálaráðherra og lýsa yfir áhuga, vilja og getu sveitarfélagsins til þess að í Vestmannaeyjum verði nýja ríkisstofnunin; “Nýsköpunar- og
umbótastofnun„ sem sett verður á laggirnar á grunni Ríkiskaupa.

 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.