Bæjarstjórn Vestmannaeyja ályktar um sjúkraflug:

Öryggis­stig „ó­á­sættan­legt og ó­við­unandi“

1.Nóvember'19 | 11:37
IMG_0895

Landhelgisgæslan hefur farið í 6 útköll til Eyja það sem af er ári. Ljósmynd/TMS

Bæjar­stjórn Vest­manna­eyja skorar á Vel­ferðar­ráðu­neytið að ganga tafar­laust til að­gerða til að bæta að­gengi að sjúkra­flugi og sér­hæfðu bráða­við­bragði á ein­angruðum og af­skekktum byggðum.

Fram kemur í sameiginlegri bókun bæjar­fulltrúa að öryggis­stig á sviði bráða­heil­brigðis­þjónustu sé ó­á­sættan­legt og ó­við­unandi í Vest­manna­eyjum og að það hafi allt of lengi hefur dregist að gera bragar­bót þar á.

„Vest­manna­eyjar eru fjöl­mennasti þétt­býlis­kjarni á landinu þar sem ekki er mögu­leiki á sér­hæfðu bráða­við­bragði sér­þjálfaðra lækna og bráða­tækna innan 45-60 mínútna og hefur auk þess þá land­fræði­legu sér­stöðu að aldrei er hægt að flytja sjúk­linga land­leiðina.“

Skert bráða­þjónusta í sveitar­fé­laginu

Enn fremur segir að að­setur sjúkra­flutninga við Vest­manna­eyjar hafi árið 2010 verið fært til Akur­eyrar en að þá hafi verið starfandi svæfinga- og skurð­læknir í Vest­manna­eyjum á sólar­hrings­vöktum.

„Frá þeim tíma hefur orðið mikil aukning á viðbragðstíma sjúkraflutninga samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðunar sem er fullkomlega óásættanlegt, ekki síst í ljós ákvörðunar heilbrigðisyfirvalda um að skerða verulega bráðaþjónustu í sveitarfélaginu með lokun skurðstofu árið 2013.

Álag á sjúkraflutninga hefur á sama tíma vaxið gífurlega á undanförnum árum á landinu öllu eða um 73% frá 2013 m.a. vegna fjölgunar erlendra ferðamanna, skert hefur verið sérhæfð bráðaþjónusta við landsbyggðina og aukning í flutningi sjúklinga af Landspítala.” 

Sjá einnig: 90 sjúkraflug það sem af er ári

Bráð­nauð­syn­legt að sjúkra­þyrlu­verk­efnið fari af stað sem fyrst

Í bókun bæjarstjórnar segir jafnframt að rannsóknir hafi sýnt að ef hægt sé að veita sérhæfða bráðahjálp innan 30-60 mínútna við alvarleg slys og viss bráð veikindi þá bæti það lífslíkur og langtímahorfur sjúklinga og dregur úr kostnaði vegna langtímaörorku

„Umræða hefur verið innan ráðuneytis um að koma á fót þjónustu með sérstakri sjúkraþyrlu mannaðri með staðarvakt flugmanna og heilbrigðisstarfsmanna sem geta veitt sérhæfða bráðalæknishjálp. Í ágúst 2018 kom út skýrsla starfshóps Velferðarráðuneytisins en því miður hafa ekki fylgt aðgerðir í kjölfarið. Bráðnauðsynlegt er að sjúkraþyrluverkefnið fari af stað sem fyrst til að koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar og tryggt verði að staðsetning þyrlunnar verði í Vestmannaeyjum vegna landfræðilegrar sérstöðu. ”

Þá segir að til­koma slíkrar sjúkra­þyrlu myndi bæta þjónustu við allt Suður­land veru­lega, myndi draga úr á­lagi og út­kalls­fjölda sjúkra­flug­véla þannig að sjaldnar kæmi til að hún væri boðuð í tvö eða fleiri út­köll í einu. Sjúkra­þyrlan gæti þannig sinnt stærstum hluta minna bráðra sjúkra­flutninga til og frá Vest­manna­eyjum og dregið úr á­lagi á sjúkra­flutninga með sjúkra­bílum.

Að að­gengi að sér­hæfðu bráða­við­bragði verði innan við 45 mínútur

Í niðurlagi bókunar bæjarstjórnar segir að gert sé ráð fyrir því að fjár­hags­legur á­vinningur á öðrum sviðum verði það mikill að þegar upp er staðið verði jafn­vel fjár­hags­legur á­vinningur af verk­efninu.

„Bæjar­stjórn Vest­manna­eyja skorar því á Vel­ferðar­ráðu­neytið að grípa til tafar­lausra að­gerða til að bæta að­gengi að sjúkra­flugi og sér­hæfðu bráða­við­bragði í Vest­manna­eyjum og koma á fót þjónustu með staðar­vaktar­mannaðri sjúkra­þyrlu í Vest­manna­eyjum. Sömu­leiðis að stefna að fram­tíðar­fyrir­komu­lagi fyrir landið í heild þannig að að­gengi að sér­hæfðu bráða­við­bragði með þyrlum eða öðrum hætti verði innan við 45 mínútur fyrir alla lands­menn og gesti þeirra.“

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).