Bæjarstjórn Vestmannaeyja ályktar um sjúkraflug:

Öryggis­stig „ó­á­sættan­legt og ó­við­unandi“

1.Nóvember'19 | 11:37
IMG_0895

Landhelgisgæslan hefur farið í 6 útköll til Eyja það sem af er ári. Ljósmynd/TMS

Bæjar­stjórn Vest­manna­eyja skorar á Vel­ferðar­ráðu­neytið að ganga tafar­laust til að­gerða til að bæta að­gengi að sjúkra­flugi og sér­hæfðu bráða­við­bragði á ein­angruðum og af­skekktum byggðum.

Fram kemur í sameiginlegri bókun bæjar­fulltrúa að öryggis­stig á sviði bráða­heil­brigðis­þjónustu sé ó­á­sættan­legt og ó­við­unandi í Vest­manna­eyjum og að það hafi allt of lengi hefur dregist að gera bragar­bót þar á.

„Vest­manna­eyjar eru fjöl­mennasti þétt­býlis­kjarni á landinu þar sem ekki er mögu­leiki á sér­hæfðu bráða­við­bragði sér­þjálfaðra lækna og bráða­tækna innan 45-60 mínútna og hefur auk þess þá land­fræði­legu sér­stöðu að aldrei er hægt að flytja sjúk­linga land­leiðina.“

Skert bráða­þjónusta í sveitar­fé­laginu

Enn fremur segir að að­setur sjúkra­flutninga við Vest­manna­eyjar hafi árið 2010 verið fært til Akur­eyrar en að þá hafi verið starfandi svæfinga- og skurð­læknir í Vest­manna­eyjum á sólar­hrings­vöktum.

„Frá þeim tíma hefur orðið mikil aukning á viðbragðstíma sjúkraflutninga samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðunar sem er fullkomlega óásættanlegt, ekki síst í ljós ákvörðunar heilbrigðisyfirvalda um að skerða verulega bráðaþjónustu í sveitarfélaginu með lokun skurðstofu árið 2013.

Álag á sjúkraflutninga hefur á sama tíma vaxið gífurlega á undanförnum árum á landinu öllu eða um 73% frá 2013 m.a. vegna fjölgunar erlendra ferðamanna, skert hefur verið sérhæfð bráðaþjónusta við landsbyggðina og aukning í flutningi sjúklinga af Landspítala.” 

Sjá einnig: 90 sjúkraflug það sem af er ári

Bráð­nauð­syn­legt að sjúkra­þyrlu­verk­efnið fari af stað sem fyrst

Í bókun bæjarstjórnar segir jafnframt að rannsóknir hafi sýnt að ef hægt sé að veita sérhæfða bráðahjálp innan 30-60 mínútna við alvarleg slys og viss bráð veikindi þá bæti það lífslíkur og langtímahorfur sjúklinga og dregur úr kostnaði vegna langtímaörorku

„Umræða hefur verið innan ráðuneytis um að koma á fót þjónustu með sérstakri sjúkraþyrlu mannaðri með staðarvakt flugmanna og heilbrigðisstarfsmanna sem geta veitt sérhæfða bráðalæknishjálp. Í ágúst 2018 kom út skýrsla starfshóps Velferðarráðuneytisins en því miður hafa ekki fylgt aðgerðir í kjölfarið. Bráðnauðsynlegt er að sjúkraþyrluverkefnið fari af stað sem fyrst til að koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar og tryggt verði að staðsetning þyrlunnar verði í Vestmannaeyjum vegna landfræðilegrar sérstöðu. ”

Þá segir að til­koma slíkrar sjúkra­þyrlu myndi bæta þjónustu við allt Suður­land veru­lega, myndi draga úr á­lagi og út­kalls­fjölda sjúkra­flug­véla þannig að sjaldnar kæmi til að hún væri boðuð í tvö eða fleiri út­köll í einu. Sjúkra­þyrlan gæti þannig sinnt stærstum hluta minna bráðra sjúkra­flutninga til og frá Vest­manna­eyjum og dregið úr á­lagi á sjúkra­flutninga með sjúkra­bílum.

Að að­gengi að sér­hæfðu bráða­við­bragði verði innan við 45 mínútur

Í niðurlagi bókunar bæjarstjórnar segir að gert sé ráð fyrir því að fjár­hags­legur á­vinningur á öðrum sviðum verði það mikill að þegar upp er staðið verði jafn­vel fjár­hags­legur á­vinningur af verk­efninu.

„Bæjar­stjórn Vest­manna­eyja skorar því á Vel­ferðar­ráðu­neytið að grípa til tafar­lausra að­gerða til að bæta að­gengi að sjúkra­flugi og sér­hæfðu bráða­við­bragði í Vest­manna­eyjum og koma á fót þjónustu með staðar­vaktar­mannaðri sjúkra­þyrlu í Vest­manna­eyjum. Sömu­leiðis að stefna að fram­tíðar­fyrir­komu­lagi fyrir landið í heild þannig að að­gengi að sér­hæfðu bráða­við­bragði með þyrlum eða öðrum hætti verði innan við 45 mínútur fyrir alla lands­menn og gesti þeirra.“

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).