Þrengsli í Landeyjahöfn gera skipstjórnendum erfitt fyrir

30.Október'19 | 06:55
IMG_5754

Herjólfur siglir hér inn Landeyjahöfn. Ljósmynd/TMS

Litlu mátti muna að Herjólfur færi utan í nýju tunnuna sem komið hefur verið fyrir innan hafnar í Landeyjahöfn í hvassviðri á dögunum. Er tunnunni ætlað ásamt garði sem lagður var út á tunnuna að draga úr hreyfingu innan hafnar. 

„Í veðrinu um daginn atvikaðist það að nýja ferjan „driftaði“ við útsiglingu úr Landeyjum og stefndi að innri tunnunni. Vindhraði var nokkur eða um 25 til 30 m/sek. Ferjan sigldi úr höfninni án þess að rekast á tunnuna. Ætli það hafi ekki verið um 2 metrar í hana.” segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. í samtali við Eyjar.net. 

Telur að ekki hafi skapast hættuástand

„Þess ber að geta að þrengsli er nokkuð mikið við tunnusvæðið þó nægilegt dýpi sé til staðar. Ég tel að það hafi ekki skapast hættuástand en vissulega verðum við að vera vakandi yfir þeim aðstæðum sem eru í og við Landeyjahöfn. Ölduhæð og dýpi er einn þáttur sem taka verður tillit til en vissulega eru aðrar aðstæður sem hafa áhrif við siglingar inn og út úr höfninni og er vindhraði t.a.m. einn þeirra.”

Að sögn Guðbjarts er umhverfið og aðstæður vaktaðar af skipstjórnarmönnum og er fyllsta öryggis alltaf gætt.

„Það er mikilvægt fyrir okkur að fara okkur hægt meðan við erum að ná tökum á skipinu og sjá hvernig það tekst á við þær aðstæður sem ríkja í og við Landeyjar á hverjum tíma. Við munum fá mikla reynslu í vetur sem er mikilvægt til lengri tíma.”

Hefði verið ákjósanlegra að fá garðinn færðan lengra

Aðspurður um hvort á teikniborðinu séu lagfæringar á þessum þrengingum innan hafnar, segir Guðbjartur að það hafi verið rætt um að hækka tunnurnar og setja á þær almennilega lýsingu.

„Það var bent á að innri garðurinn (að austan) þyrfti að færa – það var gert þ.e. hann var færður nokkuð til þannig að meira svigrúm gefst til að athafna sig við bryggjuna. Það hefði verið ákjósanlegra að fá hann færðan lengra en menn vildu byrja á þessu þar sem það er verið að horfa í fráfallið og hreyfingu inni í höfninni.”

Ábyrgðartímanum lýkur í mars

„Mikilvægt er að skipstjórnendur og áhöfn fái næði til að reyna ferjuna en því miður höfum við ekki enn fengið það veður sem við höfum verið að sækjast eftir. Þolinmæð er dyggð og við munum nýta þennan vetur í að fá ferjuna eins góða og kostur er. Ábyrgðartímanum lýkur í mars og því mikilvægt að allur búnaður verði sem best á kosið áður en það tímabil lýkur.”

Myndin er tekin þegar nýbúið var að koma tunnunni fyrir sl. sumar.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%