ÍBV stelpurnar styrkja Krabbavörn

30.Október'19 | 18:10
IMG_6566-001

Frá afhendingunni í dag. Ljósmynd/TMS

Stelpurnar í meistaraflokki ÍBV í handbolta afhentu í dag styrk til Krabbavarnar í Vestmannaeyjum. Þann 19.október sl. var spilaður „Bleikur leikur“ þar sem stelpurnar léku gegn Haukum í Olís deildinni.

Allur aðgangseyrir leiksins um 170 þúsund krónur rennur til Krabbavarnar. Þess má geta að leikmenn beggja liða ásamt þjálfurum og dómarateymi borguðu sig inn á leikinn.

Guðný Halldórsdóttir, Sigríður Gísladóttir og Kolbrún Rúnarsdóttir mættu í dag og tóku við styrknum. Þær vilja fyrir hönd Krabbavarnar koma á framfæri þakklæti til stelpnana og allra þeirra sem styrktu framtakið.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%