Bæjarráð um drög að samgönguáætlun:

Gerir Vegagerðinni ókleyft að sinna nauðsynlegri dýpkun

- eins og áætlunin er lögð fram í samráðsgáttinni til næstu 5 ára, skerðist framlagið verulega

29.Október'19 | 13:56
IMG_0335

Skert framlög munu gera Vegagerðinni ókleyft að sinna nauðsynlegri dýpkun. Ljósmynd/TMS

Bæjarráð Vestmannaeyja fjallaði um á fundi sínum í dag, drög samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins að 15 ára samgönguáætlun 2020-2034 og 5 ára aðgerðaáætlun 2020-2024, sem óskað var umsagnar um í samráðsgátt stjórnvalda.

Í niðurstöðu málsins segir að bæjarráð samþykki eftirfarandi drög að umsögn og felur bæjarstjóra að senda hana í samráðsgátt stjórnvalda.

Gengið er út frá því að gefin loforð um að gera höfnina að heilsárshöfn verði efnd

Landeyjahöfn skiptir lykilmáli í samgöngum við Vestmannaeyjar. Nú þegar ný ferja er komin í siglingar er nauðsynlegt að allt sé gert til að halda Landeyjahöfn opinni sem samgönguleið til Vestmannaeyja. Gengið er út frá því að gefin loforð um að gera höfnina að heilsárshöfn verði efnd og allt kapp lagt á að ná þeim markmiðum. 

Vonir bundnar við óháða úttekt

Um Landeyjahöfn fara rúmmlega 300 þúsund farþegar á ári og má búast við frekari aukningu á fjölda ferðamanna með tilkomu nýrrar ferju eins og reyndin hefur verið í sumar. Það er því mikilvægt að að halda inn í samgönguáætlun þeim fjárveitingum sem veitt hefur verið til dýpkunar hafnarinnar meðan reynsla er að koma á nýja skipið og ekki hefur verið farið í breytingar á höfninni.

Sjá einnig: Gert er ráð fyrir að fjárveitingar lækki vegna minni dælingar

Bundnar eru vonir við að óhað úttekt muni leiða í ljós til hvaða aðgerða þurfi að grípa. Eins og áætlunin er lögð fram í samráðsgáttinni til næstu 5 ára, skerðist framlagið verulega og mun það gera Vegagerðinni ókleyft að sinna nauðsynlegri dýpkun til að nýta höfnina og ferjuna í Landeyjahöfn.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.