Fræðsluráð:

Mikilvægt að styðja áfram við og styrkja stoðkerfi GRV

- starfshópurinn er sammála um að heilt yfir sé stoðkerfi mjög gott

26.Október'19 | 10:29
grv_nemendur_18_grv_is

Úr starfi skólans. Ljósmynd/GRV

Á síðasta fundi fræðsluráðs kynnti fræðslufulltrúi niðurstöðu starfshóps um stöðu stoðkerfis Grunnskólans í Vestmannaeyjum. 

Niðurstöður starfshópsins voru eftirfarandi:

Hópurinn fór yfir stoðkerfið eins og því er háttað í dag og er sammála um að heilt yfir sé það mjög gott. Gerð var eftirfarandi samantekt á stoðkerfinu:

o Sérfræðiþjónusta á vegum skólaskrifstofu:

 Sálfræðingur kom til starfa í janúar 2019 í 100% starf sem deilist með félagsþjónustunni.

 Kennsluráðgjafi er starfandi í 49% starfi.

 Ráðgjafarþroskaþjálfi er í 70% starfi sem deilist með leikskólum og málaflokki fatlaðra.

 Ráðgjafateymi á vegum skólaskrifstofu er starfandi.

 Aðgangur er að ráðgjöf félagsþjónustunnar og félagsráðgafar eru með viðveru í skólanum einu sinni í viku.

 Fjölskylduteymi er starfandi, sem er samstarfsverkefni félags- og fræðsluþjónustu, BUGL og heilsugæslunnar.

o Í skólanum:

 Nemendaverndarráð.

 Búið er að stofna lausnateymi.

 Starfshlutfall námsráðgjafa hefur verið aukið úr 80% í 100%.

 Skólahjúkrunarfræðingar.

 Námsver eru fyrir nemendur með námsörðugleika.

 Sérstök verkdeild fyrir nemendur með miklar sérþarfir er orðin að veruleika.

 Stöðugildi stuðningsfulltrúa eru 12 og stöðugildi þroskaþjálfa eru 1,5.

 Teymiskennsla er komin af stað á miðstigi undir handleiðslu Ingvars Sigurgeirssonar.

 23 kennslustundum er úthlutað til nýbúafræðslu.

Starfshópurinn er sammála um að þau úrræði sem samþykkt voru á 311. fundi fræðsluráðs þann 3. desember hafa gefist vel og styrkt stoðkerfi skólans enn frekar. Starfshópurinn leggur áherslu á að þær úrbætur, sem gerðar voru skv. tillögum hópsins, verði óbreyttar á næsta skólaári, þ.e.:

o Námsráðgjafi verði áfram í 100% starfshlutfalli. Skýr starfslýsing er tilbúin.

o Stutt verði áfram við teymiskennslu á miðstigi. Stöðugildum stuðningsfulltrúa hefur fækkað um 1 stg., þ.e. úr 13 í 12 og haldið verður áfram að meta það hvort þeim megi fækka enn frekar.

o Skólinn geti áfram sótt um viðbótarúthlutun vegna nemenda með miklar sérþarfir.

Eins og staðan er í dag eru Vestmannaeyjar töluvert á eftir öðrum sveitarfélögum varðandi tæknimál í skólum Hópurinn er sammála um að tryggja þurfi skólanum fjármagn til kaupa á spjaldtölvum, fyrir nemendur og kennara, svo hægt sé að stíga næstu skref í upplýsinga- og tæknimennt, m.a. til að auðvelda nemendum með námsörðugleika og sérþarfir námið. Í því ljósi er mikilvægt að skólinn geri áætlun um innleiðingu á spjaldtölvum fyrir kennara og nemendur og áhersla verði á upplýsinga- og tæknimennt í nýrri framtíðarsýn í skólastarfi, segir að endingu í niðurstöðu starfshópsins.

Ráðið telur mikilvægt að styðja áfram við og styrkja stoðkerfi GRV

Í niðurstöðu fræðsluráðs segir að ráðið feli framkvæmdastjóra sviðsins og fræðslufulltrúa að vinni úr tillögum í samvinnu við skólastjóra GRV. Ráðið leggur til að tillögur verði kostnaðarmetnar og niðurstöður úr því verði lagðar fyrir fræðsluráð á næsta fundi. Gera þarf ráð fyrir framlagi vegna tillagna við vinnu fjárhagsáætlunar. Ráðið telur mikilvægt að styðja áfram við og styrkja stoðkerfi GRV og metur niðurstöðu starfshóps um stöðu stoðkerfis mjög mikilvægan þátt í því.

 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).