Styttist í að Herjólfi verði stungið í samband

25.Október'19 | 06:50
IMG_6327

Það styttist í að hægt verði að hlaða nýja Herjólf. Ljósmynd/TMS

Undanfarnar vikur hefur staðið yfir undirbúningur að rafvæðingu Herjólfs. Nú fer að sjá fyrir endann á þeirri vinnu og nýja ferjan mun þá fara að ganga fyrir rafmagni í siglingum á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar.

G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að nú sé að styttast í að hægt verði að taka hleðsluna í notkun.

Varðandi næstu skref segir G. Pétur að tímaplanið sé svona:

  • Mánudaginn 28.10.2019 fer vinna í gang að setja afldreifingu í gang í Vestmannaeyjum. 
  • Föstudaginn 01.11.2019 fer vinna í gang að setja afldreifingu í Landeyjahöfn í gang.
  • Mánudaginn 04.11.2019 fer í gang vinna við að stilla saman ferju og turna, 5-6 dagar á hvorum stað.

Aðpurður um hvort búist sé við að þurfa að taka nýju ferjuna úr áætlun um tíma þegar að prófunum kemur, segir G. Pétur svo vera.

„Já, reiknað er með að Herjólfur III verði settur inn í einhvern hluta tímans vegna prófana á móti nýja Herjólfi. Endanlegt plan liggur ekki fyrir ennþá.” segir hann.

Hér má sjá skýringarmynd af því þegar skip er hlaðið. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.