Sigurgeir Jónsson:

Gefur út söguna sem hann sagði afadætrum sínum á háttatíma

25.Október'19 | 22:21
DSC_6550[282647]

Sigurgeir og Sunna afhentu afadætrum Sigurgeirs, þeim Sögu, Lovísu og Birtu fyrstu eintökin í dag.

Munaðarlausa stúlkan er ævintýri sem Sigurgeir Jónsson skráði eftir að hafa hlustað á söguna lesna í útvarpi fyrir nokkrum áratugum. Síðan varð úr að Guðjón Ingi hjá Bókaútgáfunni Hólum leitaðist eftir því við Sigurgeir að gefa söguna út. 

Sigurgeir segir að Munaðarlausa stúlkan sé ein af þessum sígildu þjóðsögum þar sem þeim er umbunað sem vinna góðverk af einhverju tagi. Hann hafi um nokkurra ára skeið sagt afadætrum sínum söguna á háttatíma og hún hafi verið tekin fram yfir Mjallhvíti, Rauðhettu og Búkollu, sem hljóta að teljast nokkur meðmæli með sögunni. 

Sunna Einarsdóttir myndskreytti

Sunna Einarsdóttir sér um myndskreytingu í bókinni. Sunna hefur getið sér gott orð fyrir hæfileika í myndlist en þetta er frumraun hennar á sviði bókaskreytinga. Hún valdi þann kost að hverfa aðeins frá torfbæjarstílnum og ljá myndunum ívið nútímalegra snið og óhætt að segja að henni hafi tekist vel upp með að færa þetta gamla ævintýri nær nútímanum.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.