90 sjúkraflug það sem af er ári

á milli lands og Eyja

25.Október'19 | 13:50
sjukrav

Sjúkravél Mýflugs á Vestmannaeyjaflugvelli. Ljósmynd/TMS

Á fyrstu níu mánuðum þessa árs hefur Mýflug farið í samtals 84 sjúkraflug til og frá Vestmannaeyjum. Að auki hefur Landhelgisgæslan farið sex ferðir frá Vestmannaeyjum með sjúklinga til Reykjavíkur.

Þetta kemur fram í svari Sjúkratrygginga Íslands við fyrirspurn Eyjar.net. Fram kemur að það sem af er þessu ári eru alls 57 flug frá Vestmannaeyjum og 27 flug til Vestmannaeyja hjá Mýflugi.

Ómar Olgeirsson, sérfræðingur hjá Sjúkratryggingum Íslands segir að miðað við svipaða þróun síðustu 3 mánuði ársins megi áætla að sjúkraflug Mýflugs gætu endað í 110-115 á þessu ári, sem eru færri flug en í fyrra en svipað og árin þar á undan.

Sjúkraflug Mýflugs síðustu ár:

2016: 75 frá Vestmannaeyjum, 38 til Vestmannaeyja, alls 113

2017: 71 flug frá Vestmanneyjum, 37 til Vestmanneyja, alls 108.

2018: 89 flug frá Vestmanneyjum, 45 til Vestmanneyja, alls 134.

Sjúkraflug Landhelgisgæslunnar síðustu ár:

2016: 3 frá Vestmannaeyjum

2017: 8 frá Vestmannaeyjum

2018: 7 frá Vestmannaeyjum

2019: 6 frá Vestmannaeyjum

Nálægt 500 ferðir á fjórum árum

Samtals gerir þetta 463 ferðir í allt frá byrjun árs 2016 til loka september mánaðar 2019. 

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.