Sam­göng­ur lífæð sam­fé­lags­ins í Vest­manna­eyj­um

23.Október'19 | 15:16
folk_fra_herj

Kortavelta í Vestmannaeyjum margfaldast yfir þjóðhátíð. Ljósmynd/TMS

Elv­ar Orri Hreins­son, sérfræðingur í greiningu Íslandsbanka tók saman í sumar skýrslu um Vestmannaeyjar. Í greiningunni er farið yfir sjósamgöngur, farþegaflutninga og kortaveltu á stórviðburðum í Eyjum.

Meginþorri ferðalaga til Vestmannaeyja eiga sér stað með Herjólfi. Siglingar frá Landeyjahöfn til Vestmannaeyja hófust árið 2010 og varð mikil fjölgun farþega í kjölfarið. Strax árið 2010 jókst fjöldi farþega um rúmlega helming, eða 66% og varð áfram nokkuð hröð aukning farþega árin þar á eftir. Á síðastliðnu ári ferðuðust til að mynda 339 þúsund farþegar með Herjólfi eða næstum þrefalt fleiri farþegar en árið 2009. Árið 2017 er metár í sögu farþegaflutninga með Herjólfi en þá flutti Herjólfur um 344 þúsund farþega, segir í inngangi skýrslunnar. En grípum niður í tvo staði skýrslunnar:

Hægt að laða fleiri ferðamenn til Eyja

Á tímabilinu 2010-2018 fjölgaði öllum farþegum með Herjólfi, óháð þjóðerni, um 127 þúsund eða 60%. Á sama tíma fjölgaði erlendum ferðamönnum hingað til lands um tæplega 1,9 milljón sem nemur ríflega fimmföldun. Ekki liggur fyrir þjóðernaskipting farþega með Herjólfi og því ekki hægt að slá því föstu hvort erlendir ferðamenn séu að drífa áfram fjölgun farþega með Herjólfi yfir áðurgreint tímabil. Ljóst er þó að fjölgun farþega með Herjólfi er mun hægari en fjölgun ferðamanna og má draga þá ályktun að Vestmannaeyjar hafi farið varhluta af uppgangi ferðaþjónustunnar að talsverðu leyti.

Samgöngur vega þungt í þessum efnum og hafa íbúar Vestmannaeyja talað um að ferðaþjónusta sveitarfélagsins detti nánast alfarið niður þegar ekki er siglt frá Landeyjarhöfn. Þá gefur augaleið að flestir ferðamenn munu ekki hafa svigrúm til að heimsækja hvern krók og kima landsins á meðan dvöl þeirra stendur yfir. Ferðamaðurinn ferðast oftast um suðvesturhorn landsins en síður til annarra landsvæða.

Þannig er innbyrðis samkeppni ferðaþjónustuaðila á Íslandi hörð og þarf að gefa ferðamanninum sterkan hvata ef takast á að laða hann frá suðvesturhorni landsins í ríkari mæli. Þarna felast mikil tækifæri fyrir Vestmannaeyjar litið fram á við og eru umbætur í samgöngum líklega sá áhrifaþáttur sem þyngst vegur í þessum efnum.

Hátt í fimmföld kortavelta á þjóðhátíð

Kortavelta í Vestmannaeyjum margfaldast yfir þjóðhátíð og nær neyslugleðin hámarki á Eyjunni á meðan hátíðin stendur yfir á hverju ári. Kortaveltutölur frá árinu 2014 benda til þess að neyslugleðin á þjóðhátíð hafi verið sérlega mikil árið 2017, en yfir hátíðina tæplega fimmfaldaðist dagleg kortavelta í Vestmannaeyjum. Aftur á móti þá virðist neyslugleðin árið 2015 hafa verið verið af skornari skammti og hefur neysluaukning á þjóðhátíð aldrei verið eins lítil frá árinu 2014. Veðurfar spilar stórt hlutverk í neyslugleði þjóðhátíðargesta enda var veðrið með besta móti árið 2017 en heldur síðra árið 2015, segir m.a í skýrslunni.

Alla skýrsluna má lesa hér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Þjóðhátíðartjald til sölu

16.Október'20

Er með til sölu þjóðhátíðartjald með innbúi. Þrír bekkir, kommóða og borð fylgir með, auk skrauts. Verð 300.000,- Nánari upplýsingar veitir Viktor í síma 845-0533.