Guðmundur Þ. B. Ólafsson:

Hvaða áætlanir hefur Míla um lagningu ljósleiðara inn á heimili í Eyjum?

23.Október'19 | 11:30
mila_2

Það besta sem boðið er upp á í dag í gegnum koparþráð, í sumum tilfellum rúmlega hálfrar alda gömlum. Mynd/TMS

Nú er ljóst að á flestum stöðum á landinu er lögð mikil áhersla á að leggja ljósleiðara inn á öll heimili í þéttbýli sem og í dreifbýli. Nýlegar fréttir eru meðal annars um áætlaðar framkvæmdir lagningu ljósleiðara og tengingu inn á 6000 sveitabæi.

Gleðilegar fréttir þar um stórátak um allt land, segir í opnu bréfi Guðmundar Þ. B. Ólafssonar til Mílu.

Þá segir í bréfinu að sem kunnugt er þá eigi ekki mörg heimili í þéttbýlinu á Heimaey kost á slíkri tengingu og ekki ljóst hvenær búast megi við þeirri sjálfsögðu þjónustu. Vestmannaeyingum er boðið, í flestum tilfellum, upp á ljósnetsamband, það er það besta sem boðið er upp á í dag í gegnum koparþráð, í sumum tilfellum rúmlega hálfrar alda gömlum. Árið er 2019.

Þá segir Guðmundur að í framhaldi af fyrri fyrirspurnum hans til Mílu og svörum frá Mílu óskar hann eftir eftirfarandi upplýsingum:

Í svari Mílu kom fram hver áætlun yfirstandandi árs væri í lagningu ljósleiðara í Vestmannaeyjum. Spurt er, þar sem senn líður að árslokum, og Míla að öllum líkindum búin að vinna framkvæmda- og fjárhagsáætlun fyrir næsta ár, hvaða áætlanir hefur Míla um lagningu ljósleiðara inn á heimilin í Vestmannaeyjum á árinu 2020?

 

Þessu tengt:

Hvetja fjarskiptafyrirtæki til að byggja upp ljósleiðaranet í Eyjum

Um fjarskiptatengingar í Vestmannaeyjum

Spyr Mílu um áform ljósleiðaralagningar til heimila í Eyjum

Nokkur ár í framkvæmd að ljósleiðaravæða landið

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.