Drög að samgönguáætlun 2020-2024:

178 milljónir áætlaðar í viðhald á Vestmannaeyjaflugvelli

23.Október'19 | 07:05
ernir_vestmannaeyjaflugvollur

Vestmannaeyjaflugvöllur. Ljósmund/TMS

Í drögum að samgönguáætlun til næstu fimm ára sem kynnt var í liðinni viku kom fram að áætlaðar séu á annað hundrað milljónir í viðhald á Vestmannaeyjaflugvelli.

Eru þessir fjármunir áætlaðir í yfirborðsviðhald flugbrauta og hlaða, samtals 178 milljónir. Skiptist sú upphæð þannig að 86 milljónir eru áætlaðar á næsta ári og 92 milljónir árið 2021.

Vantar enn 47 milljónir til að sinna brýnustu verkefnunum í viðhaldi

Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri flugvallasviðs Isavia segir í samtali við Eyjar.net að sú fjárhæð sem er í drögum að samgönguáætlun sé sú upphæð sem Isavia telji að þurfi til að endurnýja slitlag á flugbrautum Vestmannaeyjaflugvallar og er byggð á frumkostnaðaráætlun Isavia. 

„Að auki teljum við þörf á að leggja yfir akbraut og flughlað, en þær aðgerðir eru ekki inni í drögum að samgönguáætlun. Önnur verkefni sem eru á áætlun Isavia en ekki fengist fjármagn í af samgönguáætlun eru endurnýjun á þaki á vélageymslu, viðhald á tækjahúsi og endurnýjun á veðurbúnaði og vitum. Heildarupphæð sem er áætluð í allra brýnustu verkefni í viðhaldi Vestamannaeyjaflugvelli eru samkvæmt frumkostnaðaráætlun Isavia 225 m.kr. Forgangsröðun á Samgönguáætlun er sú að brýnast sé að sinna viðhaldi flugbrauta á áætlunarflugvöllum landsins til að tryggja rekstraröryggi flugvallanna.“ segir Sigrún Björk.

Drög að Samgönguáætlun 2020-2024

 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.