Drög að samgönguáætlun 2020-2024:

178 milljónir áætlaðar í viðhald á Vestmannaeyjaflugvelli

23.Október'19 | 07:05
ernir_vestmannaeyjaflugvollur

Vestmannaeyjaflugvöllur. Ljósmund/TMS

Í drögum að samgönguáætlun til næstu fimm ára sem kynnt var í liðinni viku kom fram að áætlaðar séu á annað hundrað milljónir í viðhald á Vestmannaeyjaflugvelli.

Eru þessir fjármunir áætlaðir í yfirborðsviðhald flugbrauta og hlaða, samtals 178 milljónir. Skiptist sú upphæð þannig að 86 milljónir eru áætlaðar á næsta ári og 92 milljónir árið 2021.

Vantar enn 47 milljónir til að sinna brýnustu verkefnunum í viðhaldi

Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri flugvallasviðs Isavia segir í samtali við Eyjar.net að sú fjárhæð sem er í drögum að samgönguáætlun sé sú upphæð sem Isavia telji að þurfi til að endurnýja slitlag á flugbrautum Vestmannaeyjaflugvallar og er byggð á frumkostnaðaráætlun Isavia. 

„Að auki teljum við þörf á að leggja yfir akbraut og flughlað, en þær aðgerðir eru ekki inni í drögum að samgönguáætlun. Önnur verkefni sem eru á áætlun Isavia en ekki fengist fjármagn í af samgönguáætlun eru endurnýjun á þaki á vélageymslu, viðhald á tækjahúsi og endurnýjun á veðurbúnaði og vitum. Heildarupphæð sem er áætluð í allra brýnustu verkefni í viðhaldi Vestamannaeyjaflugvelli eru samkvæmt frumkostnaðaráætlun Isavia 225 m.kr. Forgangsröðun á Samgönguáætlun er sú að brýnast sé að sinna viðhaldi flugbrauta á áætlunarflugvöllum landsins til að tryggja rekstraröryggi flugvallanna.“ segir Sigrún Björk.

Drög að Samgönguáætlun 2020-2024

 

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.