Segir orðspor íslenskrar síldar í rúst

22.Október'19 | 07:00
Binni_cr

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson

„Síldarmarkaðurinn er algjörlega í rúst hjá okkur Íslendingum. Orðspor íslenskrar síldar er ekkert,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðarinnar í Vestmannaeyjum. 

„Við höfum algjörlega misst stöðu okkar sem síldarframleiðendur, og ástæðan er sú að við erum hætt að veiða hana í nót.“ segir Sigurgeir Brynjar í viðtali við Fiskifréttir.

Væntanlega eru ekki allir útgerðarmenn sammála honum um þetta, en honum er nokkuð niðri fyrir og segist fastlega reikna með því að einhverjir eigi eftir að öskra á sig vegna þessara orða.

„En þetta er þannig að við trollum þetta allt saman. Svo er þetta trollað í 5-6 tíma og tekin nokkur hundruð tonn í hverju hali. Síldin er þá öll marin, skemmd og ónýt.  Á markaðnum er okkar síld langlakasta síldin. Menn vilja síst af öllu kaupa íslenska síld, sem áður var verðmæt,“ segir Binni, eins og hann er jafnan nefndur.

Hann segir trollveiðarnar einnig koma í veg fyrir að þeir sem helst vildu veiða síldina í nót geti gert það.

„Þegar þú ferð með troll í gegnum síldartorfu þá tvístrast hún öll saman. Það er ekkert hægt að vera þar með nót. Svo ertu með miklu meiri olíu og langlökustu síldina á markaðnum. Það er allt vont í þessu, og þetta er meðal annars ástæðan fyrir því að Norðmenn fá hærra verð fyrir síldina sína og makrílinn.“

Hann segir norska útvegsmenn veiða sína síld að langmestu leyti í nót. Þannig haldi þeir uppi gæðunum og kostnaðinum niðri.

Sama gildir reyndar um makrílinn, en að sögn Binna veiða „Norðmenn veiða makrílinn fyrst og fremst í nót en líklega munum við ekki geta það á Íslandsmiðum. Þetta er eitt af því sem við verðum að sætta okkur við, og þetta er munurinn hjá okkur. En við eigum alla möguleika á að ná Norðmönnum í síldinni. Í Portúgal fáum við hugsa ég að meðaltali tíu prósent hærra verð fyrir íslenskan saltfisk heldur en fæst þar fyrir norskan, og það er af því við vitum hvernig á að gera hann. Við meðhöndlum hann rétt, við veiðum hann í net, flokkum hann rétt og gerum þetta allt vel. Við getum alveg gert þetta í síldinni líka.“

Höggið varð mikið vegna loðnubrests

„Þetta kom auðvitað mjög illa við okkur,“ segir Binni um loðnubrestinn á þessu ári. Aldrei þessu vant lét loðnan ekki sjá sig og höggið varð mikið fyrir þau fyrirtæki og sveitarfélög sem reiða sig að stórum hluta á uppsjávarfisk.

Að sögn Binna væri velta Vinnslustöðvarinnar af loðnu líklega rúmir tveir milljarðar í eðlilegri loðnuúthlutun.

„Það er sjálfsagt svona um það bil 20 til 25 prósent af veltu Vinnslustövarinnar, þessir tveir milljarðar, en það er samt stærri hlutur í afkomunni. Ástæðan er sú að tækjunum þarf að halda við. Það þarf að halda bátunum við. Við stjórnendurnir erum allir á launum hvort sem það er loðnuvertíð eða ekki. Þannig að þær krónur sem töpuðust eru hlutfallslega hærri þegar svona dettur út. Sennilega fer það hátt í að vera 50 prósent og það má eiginlega segja að ekkert hafi komið í staðinn.“

 

Fiskifrettir.is greindi frá. Allt viðtalið má lesa hér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).