Ekki fallist á athugasemdir íbúa

21.Október'19 | 06:55
IMG_6291

Ljósmynd/TMS

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í síðustu viku var tekin fyrir að nýju umsókn lóðarhafa að Gerðisbraut 3. Sótt var um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi. 

Erindið var sent til grenndarkynningar sbr. ákvæði skipulagslaga. Eitt bréf með athugasemdum barst ráðinu á kynningartíma. 

Í niðurstöðu ráðsins segir að ráðið þakki íbúum fyrir athugasemdirnar en getur ekki fallist á þær. Stærð og nýtingarhlutfall aðalhæðar eru í eðlilegu hlutfalli við stærð lóðar og byggingarreit sem sýndur er í deiliskipulagsáætlun austurbæjar frá 1987/88.

Þá vill ráðið benda bréfriturum á að hæðarsetning nýbygginga á lóðum nr. 3 og 7 getur ekki tekið mið að þeim húsum sem standa í húsalínu norðan götunnar, þar sem núv. hús standa ýmist 1m yfir götunni eða 1m undir götunni. Hæð aðalhæðar er í réttri hæð út frá götunni sem húsið stendur við.
 
Ráðið samþykkir byggingaráform lóðarhafa og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.

 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...