Bæjarstjórn fundaði með þingmönnum Suðurkjördæmis

16.Október'19 | 09:25
vestm_gig

Vestmannaeyjar. Ljósmynd/Gunnar Ingi

Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundaði á dögunum með þingmönnum Suðurkjördæmis. Á fundi bæjarráðs í gær var farið yfir þau mál sem rædd voru.

Þung áhersla lögð á heilbrigðismál

Á fundinum var þung áhersla lögð á heilbrigðismál, þar sem staðan á HSU í Vestmannaeyjum var m.a. rædd. Einnig var staðan varðandi hjúkrunarheimilin og dagdvalarþjónustan rædd, þar sem sveitarfélagið er að greiða fyrir hluta ríkisins af þessari þjónustu.

Rætt var um skipulag og starfsmannahald sýslumannsins í Vestmannaeyjum þar sem fram kom að mikilvægt sé að styrkja embættið með því að fá fleiri verkefni til Eyja.

Skoska leiðin dugar ekki ein og sér

Samgöngur voru einnig ræddar og sérstaklega staðan í Landeyjahöfn og úttektin sem áform eru um að ráðast í. Þá voru dýpkunarmál rædd, m.a. mikilvægi þess að höfnin verði heilsárshöfn eins og búið var að lofa.

Jafnframt voru flugsamgöngur ræddar þar sem lögð var áhersla á að styrkja innanlandsflugið. Fram kom að mikilvægt sé að lækka skatta á innanlandsflugið til að auðvelda rekstrarumhverfi þess. Ánægja er með hugmyndir stjórnvalda um skosku leiðina, en hún dugar samt ekki ein og sér. Frekari aðgerðir stjórnvalda eru nauðsynlegar, segir í fundargerð bæjarráðs.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...