Fréttatilkynning:

Vel heppnuð eldri borgara ferð Sjálfstæðisfélagsins í Vestmannaeyjum

15.Október'19 | 06:26
20191013_154406[279812]

Ljósmyndir/aðsendar

Það var líf og fjör í Ásgarði á sunnudaginn þegar hin árlega eldri borgara ferð Sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum fór fram. 

Ferðin hófst með rútuferð um Vestmannaeyjar undir dyggri leiðsögn Arnars Sigurmundssonar þar sem var m.a. farið yfir merkar byggingar og sögulega staði í aldanna rás auk þess sem uppbyggingu og nýframkvæmdum í sveitarfélaginu voru gerð góð skil.

Blíðskaparveður var úti og því var útsýni gott til allra átta. Að lokinni rútuferð var boðið upp á tónlistaratriði og veitingar í Ásgarði. Sjálfstæðisfélögin í Vestmannaeyjum þakka kærlega þeim eldri borgurum sem tóku þátt í deginum með okkur en um er að ræða árlega hefð sem félagsmenn halda í heiðri með gleði og stolti, segir í tilkynningu frá Sjálfstæðisfélagi Vestmannaeyja.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.