Kostnaður við smíði Herjólfs kominn yfir 4500 milljónir

- von er á frekari kröfum vegna kostnaðar við seinkun á að skipið var tekið í notkun og vegna kostnaðarliða vegna breytinga á bryggjum og aðstöðu í landi

15.Október'19 | 14:49
IMG_5740-001

Kostnaður við smíði Herjólfs er nú að nálgast fimm milljarða. Ljósmynd/TMS

„Heildarkostnaður Vegagerðarinnar vegna smíði á nýjum Herjólfi liggur ekki fyrir þar sem ekki hefur verið gengið frá ýmsum kostnaðarliðum sem tengjast töfunum á afhendingu Herjólfs.”

Þetta segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar í svari við fyrirspurn Eyjar.net til stofnunarinnar. 

Bæta þarf Herjólfi ohf. umframkostnað félagins vegna breyttra forsendna

Fram kemur í svarinu að samkomulag sé um að bæta þurfi Herjólfi ohf. umframkostnað félagins vegna breyttra forsendna hvað þetta varðar sem og annan kostnað sem sannanlega tengist töfum á afhendingu ferjunnar og raska forsendum samnings aðila. Frá því hefur ekki verið gengið. Einnig er ljóst að von er og á frekari kröfum vegna kostnaðar við seinkun á að nýi Herjólfur var tekin í notkun. Vegna kostnaðarliða vegna breytinga á bryggjum og aðstöðu í landi þá er vinna enn í gangi og heildarkostnaður við þennan verkhluta liggur því ekki fyrir.

Sjá einnig: 100 milljónir áætlaðar í breytingar á bryggjum

Einnig er áfallinn viðbótarkostnaður vegna rafvæðingar skipsins sem kom til eftir að smíði skipsins hófst og er þetta kostnaður við breytingar á skipinu. Ekki liggur enn fyrir endanlegur kostnaður við breytingar á hafnarmannvirkjum vegna rafvæðingarinnar Herjólfs.

Sjá einnig: 830 milljónir í rafvæðingu Herjólfs

Endanlegur kostnaður enn ekki ljós

Þar til að allir kostnaðarliðir eru ljósir liggur ekki fyrir endanlegur kostnaður Vegagerðarinnar vegna ferjunnar.

En kostnaður vegna þeirra liða sem spurt er sérstaklega um þ.e.a.s. vegna hönnunar og rýnivinnu, kostnaður vegna á smíði skv. tilboði, kostnaður vegna smíði og aukaverka og eftirlit með smíði liggur fyrir.  Launa- og ferðakostnaður er bókaður á viðkomandi verkþátt og ekki sérgreindur, segir í svari Vegagerðarinnar.

Tafla með kostnaðartölum fyrir eftirfarandi þætti:

 Kostnaðarliður  Fjárhæðir í milljónum kr. 
 Hönnun og rýnivinna 215,9
 Smíði skv. tilboði 3.364,9
 Smíði – aukaverk + viðbótargreiðsla 262,7
 Aukakostnaður vegna rafvæðingar  407,1
 Eftirlit með smíði 255,3
 Samtals: 4505,9

 

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.