Sterkasta stelpa í heimi mætir í leikhúsið

14.Október'19 | 06:59
lina_lang

Leikfélag Vestmannaeyja frumsýnir næstkomandi föstudag Línu Langsokk. Mynd/Leikfélag Vestmannaeyja

Í meira en hálfa öld hefur Lína langsokkur verið fyrirmynd krakka um víða veröld í ótrúlegum uppátækjum og prakkaraskap. Hún er sterkasta stelpa í heimi og frjáls eins og fuglinn þar sem hún býr alein með sjálfri sér, apa og hesti í skakka húsinu sínu á Sjónarhóli. 

Leikfélag Vestmannaeyja frumsýnir næstkomandi föstudag Línu Langsokk, eftir Astrid Lindgren. Verkið er í leikstjórn Ólafs Jens Sigurðsssonar.

Á facebook-síðu Leikfélagsins segir að uppselt sé á frumsýningunna, en hægt er að fá miða á sýningarnar á laugardag og sunnudag.

Frumsýning 18.október kl. 20:00 - UPPSELT
2.sýning 19.október kl. 15:00
3.sýning 20.október kl. 15:00

Miðasala er hafin í síma 852-1940!

Miðaverð 3.500 kr.
Ósóttar pantanir eru seldar klukkustund fyrir sýningu!

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.