Göngustígurinn í Dalfjalli lagfærður

Nauðsynlegt að halda áfram af krafti

13.Október'19 | 09:21
20191009_165421

Páll skoðar hér gróandann á milli stuðlabergsins sem lagt var í stíginn. Ljósmyndir/TMS

Síðastliðið  vor var farið í lagfæringar á efri hluta göngustígsins í Dalfjalli. Verkið hófst raunar ári áður þegar slík tilraun gerð á litlum kafla efst í fjallinu. 

Páll Scheving, sem átti hugmyndina að verkefninu segir í samtali við Eyjar.net að hann sé ánægður með útkomuna, vel sé gróið á milli stuðlabergsins sem lagt var í stíginn og vonandi verði hægt að opna hann næsta vor og beina umferðinni sem er talsverð í brautina.

„Þetta er ágætur kostur á Dalfjalli þar sem stutt er í efni í framkvæmdina sem kemur úr umhverfinu sjálfu. Það er nauðsynlegt að halda af krafti áfram að vinna í göngustígum í fjöllunum, ef ekki á að hljótast alvarlegur skaði af umferðinni sem eykst stöðugt.” segir Páll.

Sjá einnigGöngustígur lagfærður á Dalfjalli

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.