Vinna starfsmannastefnu fyrir Herjólf ohf.

11.Október'19 | 13:55
nyr_herj_heimakl

Herjólfur. Ljósmynd/TMS

Á fundi stjórnar Herjólfs ohf. í byrjun mánaðarins voru tekin fyrir drög að starfsmannastefnu fyrir fyrirtækið. 

Fram kemur í fundargerðinni að vinna við starfsmannastefnu sé hafin og stefnt sé að því að leggja fram drög að stefnu í viku 46. Lögð var fram svohljóðandi tillaga:

Stjórn Herjólfs leggur áherslu á að komið verði á reglulegum starfsmannafundum og felur framkvæmdastjóra að setja upp fundaráætlun fyrir starfsmannafundi og kynna stjórn þá áætlun á næsta fundi sem áætlaður er í viku 43. 

Falið að fylgja þeim verkum fast eftir sem ekki náðist að klára í slippnum

Þá var slipptaka nýja Herjólfs rædd á fundinum. Framkvæmdastjóri fór yfir slipptökuna og helstu verkefni þar. Lögð var fram tillaga um að framkvæmdastjóra verði falið að fylgja þeim verkum fast eftir sem ekki náðist að klára í slippnum. Stjórnin leggur áherslu á mikilvægi þess að vel sé haldið utan um öll ábyrgðarmál sem snúa að nýsmíðinni og er framkvæmdastjóra falið að fylgja því eftir að svo verði.

 

 

Tags

Herjólfur

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.