Um 1800 íbúðir í Vestmannaeyjum

- þegar búið verður að taka í notkun þær 36 íbúðir sem nú eru í byggingu

10.Október'19 | 11:30
nybyggingar_19

Mikið hefur verið byggt upp við sjávarsíðuna síðustu ár. Ljósmynd/TMS

Mikið hefur verið byggt af íbúðarhúsnæði hér í Vestmannaeyjum síðustu árin. Eyjar.net kannaði hjá Vestmannaeyjabæ stöðuna á byggingamarkaðnum í dag og hvernig skiptingin er á íbúðarhúsnæði sveitarfélagsins.

Sigurður Smári Benónýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi Vestmannaeyjabæjar segir að á þessu ári sé búið að taka 34 íbúðir í notkun, 36 eru á framkvæmdastigi og 14 eru í undirbúningsferli.

1718 íbúðir um síðustu áramót

Fjöldi íbúða í sveitarfélaginu um síðustu áramót var 1718 sem skiptist þannig:

  • Einbýli 981 – 57,10%
  • Tvíbýli 362 – 21,07%
  • 3-5 íbúða hús 81 – 4,71%
  • 6-12 íbúða hús 146 – 8,50%
  • 13+ íbúða hús 85 – 4,95%
  • Íbúðir ekki í íbúðarhúsnæði 63 – 3,67% (hér er t.d átt við íbúðir í stofnunum og útleigu íbúðir til ferðamanna).

Þessi listi nær yfir þjónustuíbúðir, fjölbýli, einbýlishús, parhús og raðhús. Sumarhús og gisting er ekki á þessum lista.

2,4 íbúar um hverja íbúð

Íbúafjöldinn í Eyjum hefur verið í nokkru jafnvægi undanfarin ár. Íbúafjöldinn hefur verið öðru hvoru megin við 4300 manns. Yfirleitt fjölgar á sumrin en fækkar á veturnar.

Sjá einnig: Ekki fleiri íbúar í Eyjum í 16 ár

Í gær birti Eyjar.net nýjustu íbúatölur Vestmannaeyja þar sem fram kom að íbúar væru nú 4326 talsins. Þetta þýðir að að meðtali eru 2,4 íbúar í hverri íbúð í sveitarfélaginu.

Til gamans má geta þess að um síðustu áramót voru íbúar í Vestmannaeyjum alls 4301 talsins. Þar af voru börn undir 18 ára aldri 930 og 503 voru 70 ára eða eldri. 

 

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).