Bjarni Sigurðsson sýnir í Einarsstofu

Kokkurinn á bak við myndavélina

10.Október'19 | 05:38
Bjarni001[278826]

Ljósmynd/Bjarni Sigurðsson

Bjarni Sigurðsson sýnir ljósmyndir á sjöttu sýningunni í sýningarröðinni, Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt í Einarsstofu á laugardaginn kl. 13.00. 

Bjarni byrjaði snemma að taka myndir og þegar leiðin lá til Eyja heillaðist hann af þeirri veislu sem Vestmannaeyjar eru fyrir auga og ljósop. Hann tók því fagnandi og hefur verið duglegur að munda myndavélina eins og við munum sjá á laugardaginn.

Bjarni Sigurðsson var ráðinn yfirmatreiðslumaður á Sjúkrahúsinu í júní í sumar. Bjarni útskrifaðist frá Hótel- og veitingaskóla Íslands árið 1994 og lauk meistaraprófi árið 1999. Hann hefur rekið og starfað á veitingastöðum eins og Café Opera og Lækjarbrekku. Hann starfaði lengst á Menu Veitingum árin 2007- 2017 sem yfirmatreiðlsumeistari. Bjarni hefur einnig lokið námi í margmiðlun og ljósmyndun.

En kynnin af Vestmannaeyjum ná lengra aftur og segist Bjarni  vera giftur hingað. Kona hans er Kristjana Margrét og forleldrar hennar eru Hörður Þórðarson og Anna María Kristjánsdóttir. Hann tók við af Ævari Austfjörð en stóra áhugamálið er ljósmyndun. „Ég hef verið að taka myndir frá því ég var polli en tók mér pásu þegar maður lagði áherslu á að koma sér áfram í kokkastarfinu,“ segir Bjarni sem ekki aðeins féll fyrir Eyjastúlkunni Kristjönu.

Fór alla leið

„Ég heillaðist strax af því sem Heimaey og Vestmannaeyjar allar hafa upp á að bjóða. Mér finnst ég líka ná lengra aftur því ég fæddist á fimmta degi í gosi 1973,“ segir Bjarni og brosir.

Bjarni segist hafa verið polli þegar hann eignaðist fyrstu myndavélina og hann fékk strax bakteríuna. „Ég tók þetta alla leið, var algjör dellukarl, rúllaði upp filmur og gerði allt frá grunni. Hún varð svo dálítið löng pásan hjá mér þegar ég einbeitti mér að því að koma mér áfram í kokkaríinu. Svo breyttust aðstæður í vinnunni. Þurfti ekki að mæta fyrir hádegi og þá dreif ég mig í ljósmynda- og margmiðlunarnám í Iðnskólanum og hef ekki stoppað síðan.“

Hann lofar fjölbreyttri sýningu en í myndum sínum leggur hann áherslu á liti og sterkar andstæður, einkum í svart-hvítum myndum sem fylgja með. „Áherslan hjá mér er að fanga litina í hversdagsleikanum og poppa þá upp. Ég vinn myndirinar í Photoshop en fer aldrei lengra en ég hefði komist í myrkraherberginu. Nákvæmlega eins og maður gerði í gamla daga þannig að myndirnar verða aldrei ýktar.“

Alltaf að læra

Þetta er hans fyrsta sýning og hann hlakkar til. „Ég hafði bæði gagn og gaman af náminu í Iðnskólanum en maður er alltaf að læra. Verður aldrei fullnuma og það er kannski það skemmtilega við ljósmyndun. En á laugardaginn fær fólk tækifæri til að sjá það sem ég hef verið að gera.“

Fjölskyldan keypti húsið af Finni teiknikennara í Búhamrinum sem nýtti bílskúrinn sem málverkastúdíó. „Við fáum húsið afhent fljótlega og bílskúrinn fær þá nýtt hlutverk, verður ljósmyndastúdíó. Þar verð ég með ljósin og bekkinn hans Óskars heitins Björgvinssonar, ljósmyndara sem starfaði hér í mörg ár.“

Það verður spennandi að sjá það sem Bjarni hefur fram að færa, hvað hann sem aðkomumaður sér í náttúru Eyjanna.

Sýning Bjarna er sem áður segir á laugardaginn í Einarsstofu. Hefst hún klukkan 13.00.

 

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.