Heimildarmynd um þrettándann sýnd í vetur

10.Október'19 | 06:25
sirry_klara_og_gaui_cc

Sirrý í Gíslholti ásamt Guðjóni Magnússyni og Klöru Tryggvadóttur, dóttur sinni, í tröllasmiðjunni í janúar 2016. Ljósmyndir/aðsendar

Þrettándinn er næsta heimildarmynd framleiðslufélagsins SIGVA media og verður hún sýnd í vetur. 

Heimildarmyndin Fólkið í Dalnum um Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum eftir Sighvat Jónsson og Skapta Örn Ólafsson var frumsýnd síðastliðið sumar og nú fylgir mynd um annan merkilegan menningarviðburð Vestmannaeyja.

Eyjafólkið Sighvatur Jónsson, Geir Reynisson og Hrefna Díana Viðarsdóttir hafa unnið að heimildarmyndinni ásamt mörgum sem koma að undirbúningi þrettándagleði ÍBV.

Hrefna Díana er þjóðfræðingur og kemur að vinnu við handrit og heimildaöflun við framleiðslu myndarinnar. Stuðst verður við BA ritgerð Hrefnu Díönu í þjóðfræði við Háskóla Íslands frá 2012 sem var rannsóknarritgerð um þrettándahátíðina í Vestmannaeyjum. Ritgerðin heitir Maður bíður meira eftir þrettándanum en eftir jólunum!“ Form, hlutverk og þróun þrettándans í Vestmannaeyjum.

Upptökur frá þrettándanum undanfarin fimm ár

Í kringum þrettándann síðustu fimm ár hafa verið tekin upp viðtöl og myndefni frá undirbúningi og framkvæmd hátíðarinnar. Sumir sem rætt er við í myndinni hafa komið að starfinu í mörg ár og jafnvel áratugi.

Upptökurnar hafa varðveitt mikilvægar heimildir eins og sögu Sigríðar Ólafsdóttur, Sirrýjar í Gíslholti, sem tók þátt í gerð fyrstu tröllanna um 1960. Viðtalið við Sirrý var tekið upp á þrettándanum 2016 en hún lést rúmum tveimur árum síðar. Sirrý sagði frá því í viðtalinu hvernig málum var bjargað þegar vantaði ull við tröllagerðina. „Þá tók ég bara skærin og fór niður í kindakofa heim í Gíslholt til pabba og klippti neðan af kindunum eins og ég gat.“ 

Mæðgurnar Sirrý yngri og Klara Tryggvadóttir ásamt Birgi Guðjónssyni og Hallgrími Heimissyni, aðstoðarmönnum
Grýlu og Leppalúða. Í símanum sést Heimir Hallgrímsson leiðbeina syni sínum fyrir þrettándann 2019.

Kynslóðaskipti hjá Grýlu og Leppalúða

Í myndinni er einnig talað við Eyjamann sem hefur aðstoðað Grýlu á þrettándanum í hálfa öld, en hann tók við starfinu af föður sínum. Á síðasta þrettánda var maðurinn að jafna sig eftir aðgerð og fékk son sinn til að leysa sig af. Hið sama á við um eiginmann Grýlu en aðstoðarmaður Leppalúða var fastur við vinnu erlendis og fékk son sinn til að hlaupa í skarðið fyrir sig. Einstakar myndir náðust af kynslóðaskiptum Grýlu og Leppalúða við upptökur á þrettándanum 2019 eins og sést í meðfylgjandi kynningarstiklu myndarinnar.

Þrettándinn - kynningarstikla 2019

Þrettándagleðin í Eyjum hefur verið haldin óslitið í núverandi mynd frá árinu 1948 þar sem Grýla, Leppalúði, jólasveinar, tröll og aðrar kynjaverur kveðja jólahátíðina með Eyjamönnum og gestum þeirra. Nokkrir hópar koma að skipulagi og framkvæmd hátíðarinnar, má þar nefna blysgöngu jólasveina, gerð trölla og flugeldasýningar. Hátíðin er magnað sjónarspil og hvílir yfir henni mikil dulúð.

Fylgstu með nýjustu fréttum af framleiðslu Þrettándans á Facebook síðu myndarinnar.

Jólasveinarnir þrettán á leið niður af snæviþaktri Hánni á leið í þrettándagönguna 2019.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).