Fimm nýjar þjónustuíbúðir vígðar

10.Október'19 | 06:56
IMG_6285

Skálað var fyrir nýju íbúðunum í vígslunni í gær. Ljósmyndir/TMS

Í gær voru nýjar þjónustuíbúðir eldri borgara í Eyjahrauni vígðar. Íbúðirnar eru fimm en í þeim búa sex eldri borgarar, ein hjón og fjórir íbúar í einstaklingsíbúðum.

Íris Róbertsdóttir sagði við þetta tilefni að þetta fyrirkomulag á búsetuformi hafi ekki áður verið hjá Vestmannaeyjabæ. Hún segir þetta form vera í þróun.

Millistig sem vantaði inní þjónustuna hjá Vestmannaeyjabæ

Íris sagði að með tímanum verði teknar inn fleiri íbúðir í þetta þjónustufyrirkomulag, þar af ein til viðbótar fyrri hluta næsta árs.

„Þjónustuíbúðir eru hugsaðar sem millistig á milli þess að einstaklingar treysta sér ekki lengur til að búa lengur heima en eru ekki orðnir í  brýnni þörf fyrir hjúkrunarrými. Millistig sem vantaði inní þjónustuna hjá Vestmannaeyjabæ.”

Fram kom að setustofan hafi verið „mubluð“ fyrir nafnlaust gjafafé og aðstoðaði Sara Dögg Guðjónsdóttir við val á innanstokksmunum.

Þjónustupakkar tengdar íbúðunum í boði

Sólrún Gunnarsdóttir deildarstjóri í öldrunarmálum og Helga Jóhanna Harðardóttir formaður fjölskyldu- og tómstundaráðs afhentu nýjum íbúunum blóm frá Vestmannaeyjabæ.

Innifalið í þjónustupakka tengdum íbúðunum er eftirfarandi sem íbúar greiða fyrir er öryggiskerfi með möguleikum á fullkomnum skynjurum ofl, þjónusta t.d. þvottar og þrif, innlit og eftirlit, sami starfsmaður í húsi fyrir hádegi alla virka daga, innlit seinni part. Fylgd með einstaklingi yfir á Hraunbúðir og tilbaka ef þörf er á. Möguleiki á dagþjónustu alla virka daga á Hraunbúðum s.s tómstundastarf, leikfimi. Matur alla virka daga val um að borða á Hraunbúðum eða fá sendan mat heim og þá er heimsendur matur um helgar.

Fleiri myndir frá vígslunni má sjá hér að neðan.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).